Landsbankinn tilkynnir um skilyrt endurkaupatilboð
Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um endurkaupatilboð til eigenda skuldabréfa í flokki EUR 300.000.000 3,00% á gjalddaga árið 2018 (ISIN: XS1308312658) þar sem bankinn býðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupatilboðið byggir á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsett 20. nóvember 2017 og fyrirvörum sem þar koma fram, þar á meðal niðurstöðu bankans í fyrirhuguðu skuldabréfaútboði.
Nánari upplýsingar um endurkaupatilboðið má finna í tilkynningu í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfin eru skráð. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Citi Agency & Trust (netfang: citiexchanges@citi.com, sími: +44 20 7508 3867).