„Ábyrgar fjárfestingar eru arðbærari“
Í nýrri grein á Umræðu Landsbankans fjallar Gil Friend, einn helsti sérfræðingur heims í innleiðingu samfélagsábyrgðar, um ábyrgar fjárfestingar og afhverju þær skipta máli. „Með því að huga umhverfismálum, jafnréttismálum, stjórnarháttum og öðrum félagslegum þáttum geta fyrirtæki náð fram arðbærari fjárfestingum,“ segir Friend. Hann bendir á að að breytingar í umhverfinu geti valdið áhættu í rekstri og það sé mikilvægt að fjárfestar og fyrirtæki geri ráð fyrir þeim hraðfara breytingum sem nú eiga sér stað og aðlagist þeim tímanlega. Fyrirtæki standi frammi fyrir þeirri áskorun að skilja ekki einungis hvað markaðurinn kalli eftir núna heldur hvaða kröfur hann komi til með að gera í framtíðinni.









