Breytingar á skilmálum innlánsreikninga
Nýir almennir skilmálar innlánsreikninga taka gildi 13. nóvember 2017. Almennu skilmálarnir gilda um alla innlánsreikninga hjá Landsbankanum og fjalla um réttindi og skyldur bankans og eigenda innlánsreikninga. Við þessar breytingar falla eldri skilmálar veltureikninga, greiðslureikninga og sparireikninga úr gildi.
Breytingunum er fyrst og fremst ætlað að samræma skilmála og gera þá skýrari, s.s. skilmála um útreikning vaxta, um hvenær vextir eru lagðir við höfuðstól við vaxtaútreikning, um stöðu ófjárráða sparifjáreigenda o.fl. Breytingarnar hafa lítil sem engin áhrif á hag sparifjáreigenda og í langflestum tilvikum verða viðskiptavinir jafn vel eða betur settir eftir að breytingarnar hafa tekið gildi.
Gjöld vegna innlánsreikninga verða áfram samkvæmt verðskrá bankans en frá og með 13. nóvember verða þau gjaldfærð mánaðarlega en ekki við útskrift yfirlita eins og verið hefur. Breytingin leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir viðskiptavini.
Sérstakir skilmálar gilda um einstaka innlánsreikninga og gilda sérákvæðin umfram almennu skilmálana. Breytingar á sérskilmálum eftirtaldra reikninga taka gildi frá og með 13. nóvember 2017, eins og fram kemur hér að neðan:
- Breyting á ákvæðum um hvenær vextir eru lagðir við höfuðstól við vaxtaútreikning og ákvæðum um úttekt af reikningum fyrir lok binditíma.
- Vextir verða einnig bundnir og fjármagnstekjuskattur ekki reiknaður út fyrr en reikningur losnar við 18 ára aldur reikningseiganda.
- Vextir verða bundnir, eins og aðrar innborganir.
Heiti reikninga í erlendri mynt munu einnig breytast 13. nóvember 2017.
Myntveltureikningur
- Heiti reikningsins breytist í Veltureikningur í erlendri mynt.
Gjaldeyrisreikningur
- Heiti reikningsins breytist í Sparireikningur í erlendri mynt.