Meiri áhersla á réttindi einstaklinga
Um mitt ár 2018 tekur ný og mun strangari persónuverndarlöggjöf gildi í öllum aðildarríkjum ESB og EES og þar með á Íslandi. Í nýrri grein á Umræðunni er á aðgengilegan hátt fjallað um áhrif breytinganna á einstaklinga og fyrirtæki.
Nýja löggjöfin nefnist GDPR sem stendur fyrir General Data Protection Regulation eða almenna persónuverndarreglugerðin. Tilgangurinn með lögunum er að bregðast við tækniframförum í vinnslu persónuupplýsinga og tryggja réttindi almennings. Lögin gilda um allan heim og ná til allra fyrirtækja sem bjóða vörur eða þjónustu til einstaklinga innan Evrópu eða hafa eftirlit með þeim.
Í grein á Umræðunni fjallar Alma Tryggadóttir, lögfræðingur í regluvörslu Landsbankans og sérfræðingur í persónurétti, um löggjöfina og þýðingu hennar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í greininni er auk þess birt nýtt upplýsingamyndband þar sem farið er yfir helstu þætti hennar.