Reikningsyfirlit einungis aðgengileg í netbanka
Landsbankinn mun frá og með 1. október hætta að prenta út og senda reikningsyfirlit til viðskiptavina sinna. Reikningsyfirlitin eru aðgengileg viðskiptavinum í netbankanum undir liðnum „Rafræn skjöl.“
Breytingin er í samræmi við stefnu bankans í samfélagslegri ábyrgð en góður árangur hefur náðst í að draga úr pappírsnotkun í starfseminni á undanförnum árum.
Viðskiptavinir sem vilja stofna aðgang að netbanka, eru velkomnir til okkar í næsta útibú. Starfsfólk býður upp á kennslu og aðstoð í notkun netbanka fyrir þá sem á þurfa að halda. Þeir viðskiptavinir sem einhverja hluta vegna hafa ekki kost á að stofna aðgang að netbanka geta haft samband við næsta útibú eða Þjónustuver bankans í síma 410 4000. Netfangið er info@landsbankinn.is.









