Leikhúsveturinn á lægra verði fyrir viðskiptavini Landsbankans
Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið kost á að kaupa leikhúskort sem gildir á fjórar sýningar að eigin vali á 13.900 kr. í stað 15.900 kr. Hægt er að ganga rafrænt frá tilboðinu á tix.is en hlekkur á afsláttinn hefur verið sendur í formi skilaboða til viðskiptavina í netbanka Landsbankans. Einnig er hægt að hafa samband við miðasölu Þjóðleikhússins og greiða með greiðslukorti frá Landsbankanum til að fá afsláttinn. Viðskiptavinum 25 ára og yngri býðst Ungmennakort Þjóðleikhússins einnig með 2.000 kr. afslætti eða á 11.900 kr. en það tilboð er hægt að nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins.
Kynntu þér nánar allt um sýningar vetrarins
Tilboðið gildir til 1. október 2017.