Fjölmenni í Landsbankanum á Menningarnótt
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur kynnti myndlist í bankanum samkvæmt venju með sérstaka áherslu á vegglistaverk Jóhannesar Kjarval, Jóns Stefánssonar og Nínu Tryggvadóttur. Listaverkagangan hefur verið á dagskrá bankans á Menningarnótt um árabil.
Samfélagsmiðlahópurinn Áttan hóf dagskrána á sviði sem komið var fyrir í útibúinu en hópurinn flutti öll sín vinsælustu lög við mikinn fögnuð áhorfenda. Lalli töframaður var næstur og skemmti börnum jafnt sem fullorðnum með skemmtilegum og frumlegum töfrabrögðum. Síðast steig á svið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, Friðrik Dór og flutti alla sína helstu smelli við góðar undirtektir gesta í bankanum.