Fréttir

Lands­bank­inn hagn­ast um 7,6 millj­arða króna á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins 2017

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 7,6 milljarða króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 en hagnaður bankans á sama tímabili árið 2016 nam 3,3 milljörðum króna. Arðsemi eiginfjár eftir skatta nam 12,5%, samanborið við 5,0% fyrir sama tímabil árið 2016.
4. maí 2017 - Landsbankinn

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2017 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (02.08).

Hreinar vaxtatekjur voru 8 milljarðar króna og hækkuðu um 7,4% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,1 milljarði króna og hækkuðu um 7% frá sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarð króna á sama tímabili 2016 og skýrist hækkunin aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum á óskráðum hlutabréfum.

Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 12,5% á ársgrundvelli samanborið við 5% á sama tímabili 2016.

Rekstrartekjur bankans fyrstu þrjá mánuði ársins námu 15,7 milljörðum króna samanborið við 11,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2016 og er þetta 36% hækkun á milli tímabila. Rekstrarkostnaður lækkaði um 5,4% miðað við sama tímabil árið 2016 en alls nam rekstrarkostnaður bankans 5,9 milljörðum króna á tímabilinu. Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,4 milljörðum króna sem er lækkun um 2,9% frá sama tímabili árið 2016.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,2% á fyrsta ársfjórðungi 2017 en var 1,9% á sama tímabili árið áður.

Útlán Landsbankans jukust um 19 milljarða króna frá áramótum, einkum í formi íbúðalána, þrátt fyrir mikla og vaxandi samkeppni á lánamarkaði. Aukningin endurspeglar bæði aukna markaðshlutdeild Landsbankans og miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði.

Vanskilahlutfall hélt áfram að lækka og var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 1,7% á sama tímabili í fyrra.

Kostnaðarhlutfall fyrstu þriggja mánaða ársins var 42,5% samanborið við 55,8% á sama tímabili árið áður.

Lækkunin skýrist bæði af auknum tekjum og lægri rekstrarkostnaði.

Eigið fé Landsbankans var 233,9 milljarðar króna 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 27,4%. Landsbankinn greiðir á þessu ári 24,8 milljarða króna í arð. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins og var hún greidd til hluthafa 29. mars 2017. Hins vegar er um að ræða sérstakan arð til hluthafa, að fjárhæð 11,8 milljarðar króna, sem greiddur verður til hluthafa 20. september 2017.

Árshlutareikningur samstæðu 1F 2017

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir:

„Uppgjör Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er gott og afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur bankans halda áfram að aukast sem stafar bæði af auknum umsvifum í atvinnulífinu og aukinni markaðshlutdeild. Arðsemi bankans er góð og sýnilegur árangur er af umbótum í rekstri bankans. Óreglulegir liðir setja nokkurn svip á afkomuna á ársfjórðungnum en þó er ljóst að jafn og góður vöxtur er í reglulegri starfsemi bankans. Við höldum sterkri stöðu okkar á fyrirtækjamarkaði og í markaðsviðskiptum. Á einstaklingsmarkaði er Landsbankinn nú með 39,2% hlutdeild, samkvæmt Gallup-könnunum. Þetta er afar ánægjulegur árangur, enda leggjum við mikla áherslu á að viðskiptavinir finni að við erum traustur samherji þeirra í fjármálum. Það felst mikil viðurkenning í því að viðskiptavinir kjósi í auknum mæli að beina sínum viðskiptum til Landsbankans. Vanskilahlutfallið hefur aldrei verið lægra og fögnum við þessari staðfestingu á bættri stöðu viðskiptavina okkar.“

Helstu atriði úr rekstri á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2017

Rekstur:

 • Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi nam 7,6 milljörðum króna, samanborið við 3,3 milljarða króna á 1F 2016.
 • Arðsemi eiginfjár eftir skatta nam 12,5%, samanborið við 5,0% fyrir sama tímabil árið 2016.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í samanburði við 7,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2016.
 • Virðisbreytingar útlána á fyrstu þremur mánuðum ársins voru jákvæðar um 1,8 milljarð króna.
 • Hreinar þjónustutekjur hækkuðu um 7% og námu 2,1 milljarði króna en þær voru tæpir 2 milljarðar króna á 1F 2016.
 • Vaxtamunur eigna og skulda nemur 2,2% samanborið við 1,9% á sama tímabili árið áður.
 • Laun og launatengd gjöld námu 3,5 milljörðum króna og lækkuðu um 7% á milli tímabila.
 • Annar rekstrarkostnaður nam 2,4 milljörðum króna og lækkaði um 2,9% frá sama tímabili árið áður.
 • Kostnaðarhlutfall fyrstu þriggja mánaða ársins var 42,5% samanborið við 55,8% á sama tíma árið áður.
 • Stöðugildi voru 1.000 þann 31. mars en voru 1.063 á sama tíma í fyrra.

Efnahagur:

 • Eigið fé Landsbankans nam í lok mars um 233,9 milljörðum króna og hefur það lækkað um 7% frá áramótum.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) þann 31. mars 2017 var 27,4% en var 31,2% í lok mars 2016. Það er umfram 22,1% eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlitsins.
 • Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok mars 2017.
 • Innlán viðskiptavina námu 594,6 milljörðum króna í lok mars 2017 samanborið við 589,7 milljarða króna í lok árs 2016.
 • Ný útlán til viðskiptavina á fyrsta ársfjórðungi eru um 75 milljarðar króna en að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækka heildarútlán um 19 milljarða á tímabilinu.
 • Landsbankinn gaf í mars út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra, að jafnvirði um 34 milljarða króna. Skuldabréfin eru til 5 ára með lokagjalddaga í mars 2022, þau bera fasta 1,375% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 130 punkta álagi ofan á millibankavexti í evrum.
 • Lausafjárstaða bankans er sem fyrr sterk, jafnt í erlendri mynt sem í íslenskum krónum, og vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Lausafjárhlutfall (e. LCR) var 158% í lok mars 2017.
 • Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum námu 1,3% í lok mars 2017 samanborið við 1,5% í lok árs 2016.
 • Í september 2016 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á þremur nánar tilgreindum endurkaupatímabilum. Þriðja endurkaupatímabilið var frá 13. febrúar 2017 til og með 24. febrúar 2017. Á þriðja endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 8.509.625 eigin hluti á genginu 10,6226 að kaupvirði 90.394.085 krónur.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  1F 2017 1F 2016 2016 2015
Hagnaður eftir skatta 7.576 3.315 16.643 36.460
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 12,5% 5,0% 6,6% 14,8%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta * 11,7% 5,7% 7,7% 10,6%
Vaxtamunur eigna og skulda ** 2,2% 1,9% 2,3% 2,2%
Kostnaðarhlutfall *** 42,5% 55,8% 48,4% 43,8%

  31.03.17 31.03.16 31.12.16 31.12.15
Heildareignir 1.182.467 1.106.700 1.111.157 1.118.658
Útlán til viðskiptavina 872.350 814.669 853.417 811.549
Innlán frá viðskiptavinum 594.565 545.208 589.725 559.051
Eigið fé 233.894 267.846 251.231 264.531
Eiginfjárhlutfall (CAR) 27,4% 31,2% 30,2% 30,4%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 159% 133% 154% 136%
Heildarlausafjárþekja 158% 134% 128% 113%
Lausafjárþekja erlendra mynta 153% 496% 743% 360%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 1,3% 1,7% 1,5% 1,8%
Stöðugildi 1.000 1.063 1.012 1.063

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta) / meðalstaða eigin fjár.

** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).


Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur