Vel heppnaður fræðslufundur um fjárfestingartækifæri erlendis
Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans, fjallaði um mikilvægi eignadreifingar sem er lykilatriði þegar kemur að ávöxtun fjármuna til langs tíma. Hún fór m.a. yfir þann góða árangur sem náðst hefur í Eignastýringu Landsbankans með því að nýta eignadreifingu.
Egill Darri Brynjólfsson, sjóðstjóri erlendra sjóða Landsbréfa, fjallaði um tækifæri til fjárfestinga á erlendum mörkuðum og kynnti þá erlendu fjárfestingarkosti sem Landsbréf bjóða upp á. Nú þegar höftum á fjármagnsflutninga hefur verið aflétt hafa opnast tækifæri til fjárfestinga erlendis og Landsbankinn og Landsbréf geta aðstoðað við valið á fjárfestingarkostum.
Magnús Stefánsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans fjallaði að lokum um gengi gjaldmiðla, stöðu íslensku krónunnar og horfur.