Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir ráð­in banka­stjóri Lands­bank­ans

Lilja Björk Einarsdóttir, 43 ára verkfræðingur, hefur verið ráðin bankastjóri Landsbankans. Lilja mun hefja störf 15. mars nk. Lilja útskrifaðist sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 2003.
Lilja Björk Einarsdóttir
23. janúar 2017 - Landsbankinn

Lilja Björk Einarsdóttir, 43 ára verkfræðingur, hefur verið ráðin bankastjóri Landsbankans. Lilja mun hefja störf 15. mars nk.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs: „Bankaráð Landsbankans býður Lilju hjartanlega velkomna til starfa. Við teljum að reynsla og þekking hennar muni nýtast bankanum afar vel. Staða Landsbankans er traust og hann hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Miklar áskoranir eru í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja um þessar mundir og samkeppnin er hörð. Lilja er öflugur leiðtogi sem við treystum til að stýra Landsbankanum af festu og bæta enn frekar rekstur hans og afkomu. Stefna bankans er skýr. Landsbankinn er samherji viðskiptavina sinna, hann starfar í sátt við samfélagið og vill vera til fyrirmyndar.“

Lilja útskrifaðist sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 2003.

Lilja er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður í fyrirtækjum. Á árunum 2008 til 2016 stýrði Lilja starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands, LBI ehf., í London. Á árunum 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda. Áður vann Lilja hjá ráðgjafarfyrirtækinu Marsh & McLennan frá 2003 til 2005 og vann m.a. verkefni fyrir Ford-bílaframleiðandann, sem sérfræðingur í gerð áætlana og áhættulíkana fyrir vátryggingarsvið og fjárstýringu.

Lilja Björk Einarsdóttir: „Ég hlakka til að hefja störf hjá Landsbankanum og kynnast starfsfólki, viðskiptavinum og samstarfsaðilum bankans. Ég mun byggja á því góða starfi sem hefur verið unnið síðustu ár. Ég lít framtíð Landsbankans björtum augum og ég mun leggja mitt af mörkum til að bankinn geti áfram veitt viðskiptavinum fyrirmyndarþjónustu á hagkvæman hátt.“

Lilja er gift dr. Júlíusi Atlasyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Staða bankastjóra Landsbankans var auglýst 10. desember sl. og sóttu 43 um starfið. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.