Fréttir

Lands­bank­inn styð­ur ábyrga ferða­þjón­ustu

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var staðfest af forsvarsfólki yfir 250 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og staðgengill bankastjóra Landsbankans.
13. janúar 2017 - Landsbankinn

Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Landsbankinn er einn af bakhjörlum verkefnisins ásamt sex öðrum fyrirtækjum.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð.

Forseti Íslands sagðist í ávarpi sínu fagna því að svo margir hafi komið saman til að lýsa yfir stuðningi við ábyrga ferðaþjónustu í landinu. Það væri honum heiður og ánægja að gerast verndari verkefnisins.

Hreiðar Bjarnason, staðgengill bankastjóra Landsbankans, segir:  „Landsbankinn er stoltur af því að vera bakhjarl þessa mikilvæga verkefnis. Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsinguna. Umsvif ferðaþjónustunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum og mikilvægt að fyrirtæki sýni ábyrgð og gott fordæmi í starfsháttum. Landsbankinn er öflugur samstarfsaðili í fjármögnun tengdri ferðaþjónustu og verkefnið samræmist stefnu Landsbankans um samfélagsábyrgð sem miðar að því að stuðla að sjálfbærni og vera hreyfiafl í samfélaginu.“

Áhersluþættir hvatningarverkefnisins eru:

  1. Ganga vel um og virða náttúruna.
  2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
  3. Virða réttindi starfsfólks.
  4. Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Markmið verkefnisins eru m.a. að:

  • Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
  • Setja fram skýr skilaboð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.
  • Draga fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í ferðaþjónustu.
  • Vera hvatning fyrir fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að huga að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Yfirlýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyrir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Nánari upplýsingar og skráningarform er að finna á vef Festu.

Bakhjarlar verkefnisins auk Landsbankans eru: Bláa lónið, Eimskip, Gray Line Iceland, Icelandair Group, Isavia og Íslandshótel.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur