Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Net­banki ein­stak­linga val­inn besta þjón­ustu­svæð­ið

Netbanki Landsbankans er besta þjónustusvæðið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna árið 2015. Verðlaunin voru afhent á árlegri uppskeruhátíð vefiðnaðarins 29. janúar.
29. janúar 2016

Átta manna dómnefnd valdi úr hópi á annað hundrað tilnefninga en veitt voru verðlaun í 15 flokkum. Þetta er annað árið í röð sem netbankinn hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

„Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fagmanna á sviði vefþróunar,“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður Vefdeildar Landsbankans: „Við hlustum á álit viðskiptavina okkar og höfum brugðist við fjölmörgum athugasemdum þeirra. Netbankinn er í sífelldri þróun sem hættir ekki þó hann hafi verið gefinn út. Mikilvægt er að nýta þá reynslu sem fæst við notkun netbankans til að halda áfram að þróa hann og bæta.“

Starfsmenn vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununumStarfsmenn Vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununum.
Ljósmynd: Bent Marinósson

Umsögn dómnefndar: „Mörg frambærileg þjónustusvæði viðskiptavina voru tilnefnd í þessum flokki. Sigurvegarinn sýnir mikinn metnað og alúð við verkefnið. Framsetning efnis er notendavæn og allar aðgerðir skýrar og einfaldar, jafnvel fyrir notendur sem eru að koma að í fyrsta sinn. Góð virkni og látlaus hönnun gera þjónustusvæðið að verðlaunaverkefni.“

Netbankinn endurhannaður frá grunni

Netbanki einstaklinga var opnaður fyrir rúmu ári síðan. Hann hafði verið endurnýjaður frá grunni, með nýju viðmóti, nýrri uppbyggingu og nýjum möguleikum með það fyrir augum að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanka. Gamli netbankinn var nokkuð kominn til ára sinna og var kominn tími til að uppfæra viðmótið í honum og flæði aðgerða, meðal annars í ljósi stóraukinnar notkunar spjaldtölva og snjallsíma. Á nýliðnu ári hefur verið unnið að enn frekari endurbótum á netbankanum, hann hefur verið fínpússaður og lagaður, m.a. vegna viðbragða og athugasemda viðskiptavina.

Viljum tryggja aðgengi allra að netbankanum

Netbankinn var einnig tilnefndur sem aðgengilegasti vefurinn. Sérstök vinna var lögð í að tryggja aðgengi allra að netbankanum. Vefdeild Landsbankans fékk ómetanlega aðstoð frá Birki Gunnarssyni aðgengisráðgjafa við það verkefni en einnig hafa viðskiptavinir haft samband við okkur og veitt góð ráð varðandi aðgengismál. Séð var til þess að hugbúnaður eins og JAWS fyrir Windows eða Voice Over á Mac hafi greiðan aðgang að netbankanum og að flæði með lyklaborði sé gott.

„Við höfum fengið dygga aðstoð viðskiptavina við endurbætur á aðgengi í netbankanum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá hjálp,“ segir Snæbjörn. „Það var því mjög ánægjulegt að netbankinn skyldi einnig hafa hlotið tilnefningu í flokknum „Aðgengilegir vefir“ og erum við mjög stolt af því.“

Íslensku vefverðlaunin 2015

Þú gætir einnig haft áhuga á
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.