Fréttir

Net­banki ein­stak­linga val­inn besta þjón­ustu­svæð­ið

Netbanki Landsbankans er besta þjónustusvæðið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna árið 2015. Verðlaunin voru afhent á árlegri uppskeruhátíð vefiðnaðarins 29. janúar.
29. janúar 2016

Átta manna dómnefnd valdi úr hópi á annað hundrað tilnefninga en veitt voru verðlaun í 15 flokkum. Þetta er annað árið í röð sem netbankinn hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

„Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fagmanna á sviði vefþróunar,“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður Vefdeildar Landsbankans: „Við hlustum á álit viðskiptavina okkar og höfum brugðist við fjölmörgum athugasemdum þeirra. Netbankinn er í sífelldri þróun sem hættir ekki þó hann hafi verið gefinn út. Mikilvægt er að nýta þá reynslu sem fæst við notkun netbankans til að halda áfram að þróa hann og bæta.“

Starfsmenn vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununumStarfsmenn Vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununum.
Ljósmynd: Bent Marinósson

Umsögn dómnefndar: „Mörg frambærileg þjónustusvæði viðskiptavina voru tilnefnd í þessum flokki. Sigurvegarinn sýnir mikinn metnað og alúð við verkefnið. Framsetning efnis er notendavæn og allar aðgerðir skýrar og einfaldar, jafnvel fyrir notendur sem eru að koma að í fyrsta sinn. Góð virkni og látlaus hönnun gera þjónustusvæðið að verðlaunaverkefni.“

Netbankinn endurhannaður frá grunni

Netbanki einstaklinga var opnaður fyrir rúmu ári síðan. Hann hafði verið endurnýjaður frá grunni, með nýju viðmóti, nýrri uppbyggingu og nýjum möguleikum með það fyrir augum að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanka. Gamli netbankinn var nokkuð kominn til ára sinna og var kominn tími til að uppfæra viðmótið í honum og flæði aðgerða, meðal annars í ljósi stóraukinnar notkunar spjaldtölva og snjallsíma. Á nýliðnu ári hefur verið unnið að enn frekari endurbótum á netbankanum, hann hefur verið fínpússaður og lagaður, m.a. vegna viðbragða og athugasemda viðskiptavina.

Viljum tryggja aðgengi allra að netbankanum

Netbankinn var einnig tilnefndur sem aðgengilegasti vefurinn. Sérstök vinna var lögð í að tryggja aðgengi allra að netbankanum. Vefdeild Landsbankans fékk ómetanlega aðstoð frá Birki Gunnarssyni aðgengisráðgjafa við það verkefni en einnig hafa viðskiptavinir haft samband við okkur og veitt góð ráð varðandi aðgengismál. Séð var til þess að hugbúnaður eins og JAWS fyrir Windows eða Voice Over á Mac hafi greiðan aðgang að netbankanum og að flæði með lyklaborði sé gott.

„Við höfum fengið dygga aðstoð viðskiptavina við endurbætur á aðgengi í netbankanum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá hjálp,“ segir Snæbjörn. „Það var því mjög ánægjulegt að netbankinn skyldi einnig hafa hlotið tilnefningu í flokknum „Aðgengilegir vefir“ og erum við mjög stolt af því.“

Íslensku vefverðlaunin 2015

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur