Fréttir

Lands­bank­inn áfram bak­hjarl Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur

Landsbankinn hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum til þriggja ára.
27. janúar 2016

Samningurinn var undirritaður í hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 27. janúar síðastliðinn, en framlag bankans nemur sex milljónum króna á tímabilinu. Landsbankinn hefur styrkt stofnun Vigdísar með veglegum hætti á síðustu árum.

Auk Steinþórs Pálssonar bankastjóra undirrituðu forsvarsmenn tíu annarra fyrirtækja úr íslensku atvinnulífi styrktarsamninga við stofnunina. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirritaði samningana fyrir hönd skólans í Hátíðarsal HÍ að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur, Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og fjölda annarra gesta.

„Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sinnir mikilvægu hlutverki í starfi tungumála og menningar. Við í Landsbankanum höfum fylgst með þessari uppbyggingu með miklum áhuga og höfum lagt starfinu lið með stolti um árabil,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.

Hæsta framlagið frá Landsbankanum

Fyrirtækin sem standa að samningunum eru Landsbankinn, Icelandair Group, Radisson Blu Hótel Saga, Arion banki, Alvogen, Bláa Lónið, Kvika, Reginn, Íslandsbanki, Íslandshótel og N1. Styrkirnir eru allir nema einn til þriggja ára og nema árleg framlög frá 500 þúsundum til tveggja milljóna króna. Alls nema styrkirnir 33,5 milljónum króna á samningstímanum. Framlög fyrirtækjanna skipast þannig:

  • Landsbankinn – 6 milljónir kr.
  • Icelandair Group – 4,5 milljónir kr.
  • Radisson Blu Hótel Saga – 3,5 milljónir kr.
  • Alvogen, Arion banki, Bláa Lónið, Kvika og Reginn – 3 milljónir kr. hvert
  • Íslandsbanki, Íslandshótel og N1 – 1,5 milljón kr. hvert

Styrkjunum verður varið til daglegrar starfsemi vegna undirbúnings Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, sem mun starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Með starfsemi alþjóðlegu tungumálamiðstöðvarinnar er ætlunin að heiðra störf Vigdísar í þágu tungumála og halda áfram því brautryðjendastarfi sem hún hefur unnið á alþjóðavettvangi sem fyrsti og eini velgjörðarsendiherrra tungumála í heiminum hjá UNESCO.

Við sama tækifæri opnuðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Aþena Vigdís Eggertsdóttir, dótturdóttir Vigdísar, nýja heimasíðu Vigdísar á nokkrum tungumálum – www.vigdis.is. Vinnu við síðuna var hrundið af stað í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á síðasta ári fyrir styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu.

Á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu rís nú bygging Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur en hún mun hýsa alþjóðlegu tungumálamiðstöðina auk kennslu og rannsókna í erlendum tungumálum. Áætlað er að hún verði tekin í notkun um næstu áramót. Þar verður einnig Vigdísarstofa og aðstaða fyrir ráðstefnur og sýningar um framandi tungumál og menningu sem opnar verða gestum og gangandi. Sérstök áhersla verður lögð á að miðla upplýsingum um tengsl Íslands við umheiminn í sögu og samtíð til erlendra ferðamanna. Í þessu nýja þekkingarsetri felast gríðarleg tækifæri til nýsköpunar, ekki síst í tengslum við vísindastarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu.

Með veglegum framlögum sínum taka fyrirtækin höndum saman við Háskóla Íslands um að hrinda þessu metnaðarfulla verkefni í framkvæmd.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur