Rúnar Pálmason ráðinn upplýsingafulltrúi Landsbankans

Rúnar Pálmason hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa Landsbankans. Rúnar mun starfa innan markaðs- og samskiptadeildar bankans og hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla fyrir hönd bankans.
Rúnar er með BA-gráðu í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Maastricht í Hollandi. Rúnar var blaðamaður og vaktstjóri á fréttadeild Morgunblaðsins frá 2000-2014. Hann hóf störf sem vefritstjóri hjá Landsbankanum í mars 2014.
Staðan var auglýst í október og var Rúnar valinn úr stórum hópi umsækjenda.









