Fréttir

Notk­un á L.is, farsíma­vef Lands­bank­ans, fjór­faldast

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar.
2. apríl 2013

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar, en L.is hlaut viðurkenningu sem besti smá- og handtækjavefurinn á Íslensku vefverðlaununum í janúar á þessu ári.

Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á að þróa notendavænar tæknilausnir til að ýta undir rafræn samskipti við viðskiptavini, bæði í netbanka og farsímum. Stórt skref var stigið í nóvember 2012 með innleiðingu nýs öryggiskerfis fyrir netbanka sem jók öryggi gegn fjársvikum og gerði auðkennislykla óþarfa. Um svipaði leyti opnaði Landsbankinn nýjan og endurbættan L.is og hefur síðan kynnt ýmsar nýjungar í farsímanum, m.a. millifærslur á netföng og farsímanúmer, svokallaðar snjallgreiðslur.

Mikil ánægja viðskiptavina

Þessar breytingar hafa mælst afar vel fyrir. Ánægja viðskiptavina með netbanka Landsbankans eykst stöðugt og heimsóknir á L.is, hafa fjórfaldast. Þær voru 22.000 í nóvember en eru orðnar tæplega 90.000 í mars.

Samkvæmt könnun PwC á ánægju viðskiptavina með farsímalausnir stóru bankanna voru 88,3% viðskiptavina Landsbankans ánægðir með farsímalausn bankans, sem er töluvert hærra hlutfall en hjá öðrum bönkum. Heildaránægja með netbanka einstaklinga var einnig mest hjá viðskiptavinum Landsbankans.

Netbankanotkun að breytast

Netbankanotkun breytist hratt. Bætt aðgengi og betri hönnun færir notkunina úr hefðbundnum netbanka yfir í farsímann. Landsbankinn tekur virkan þátt þeirri þróun, færir þjónustuna nær notandanum og svarar með því kröfum um að bankaviðskipti eigi að fara fram þegar viðskiptavininum hentar.

Nánar um L.is

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki. Hann er aðgengilegur á flestum farsímum, snjallsímum sem öðrum. Á L.is er farsímaútgáfa netbankans sem býður upp á allar algengustu aðgerðir netbanka einstaklinga og stöðugt er verið að bæta við aðgerðum.

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi gjaldmiðla og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og ýmislegt fleira.

Aðalvefur bankans – landsbankinn.is – aðlagar sig að því tæki sem er verið að nota hverju sinni (e. responsive) svo auðvelt og þægilegt er að nota hann í farsíma eða spjaldtölvu.

Þessar lausnir eiga það sameiginlegt að þær virka á öllum nettengdum símum, óháð stýrikerfi þeirra. Landsbankinn leggur áherslu á að bjóða farsímalausnir sem tryggja öllum viðskiptavinum sömu þjónustuna.

Auglýsing

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur