Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Notk­un á L.is, farsíma­vef Lands­bank­ans, fjór­fald­ast

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar.
2. apríl 2013

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar, en L.is hlaut viðurkenningu sem besti smá- og handtækjavefurinn á Íslensku vefverðlaununum í janúar á þessu ári.

Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á að þróa notendavænar tæknilausnir til að ýta undir rafræn samskipti við viðskiptavini, bæði í netbanka og farsímum. Stórt skref var stigið í nóvember 2012 með innleiðingu nýs öryggiskerfis fyrir netbanka sem jók öryggi gegn fjársvikum og gerði auðkennislykla óþarfa. Um svipaði leyti opnaði Landsbankinn nýjan og endurbættan L.is og hefur síðan kynnt ýmsar nýjungar í farsímanum, m.a. millifærslur á netföng og farsímanúmer, svokallaðar snjallgreiðslur.

Mikil ánægja viðskiptavina

Þessar breytingar hafa mælst afar vel fyrir. Ánægja viðskiptavina með netbanka Landsbankans eykst stöðugt og heimsóknir á L.is, hafa fjórfaldast. Þær voru 22.000 í nóvember en eru orðnar tæplega 90.000 í mars.

Samkvæmt könnun PwC á ánægju viðskiptavina með farsímalausnir stóru bankanna voru 88,3% viðskiptavina Landsbankans ánægðir með farsímalausn bankans, sem er töluvert hærra hlutfall en hjá öðrum bönkum. Heildaránægja með netbanka einstaklinga var einnig mest hjá viðskiptavinum Landsbankans.

Netbankanotkun að breytast

Netbankanotkun breytist hratt. Bætt aðgengi og betri hönnun færir notkunina úr hefðbundnum netbanka yfir í farsímann. Landsbankinn tekur virkan þátt þeirri þróun, færir þjónustuna nær notandanum og svarar með því kröfum um að bankaviðskipti eigi að fara fram þegar viðskiptavininum hentar.

Nánar um L.is

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki. Hann er aðgengilegur á flestum farsímum, snjallsímum sem öðrum. Á L.is er farsímaútgáfa netbankans sem býður upp á allar algengustu aðgerðir netbanka einstaklinga og stöðugt er verið að bæta við aðgerðum.

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi gjaldmiðla og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og ýmislegt fleira.

Aðalvefur bankans – landsbankinn.is – aðlagar sig að því tæki sem er verið að nota hverju sinni (e. responsive) svo auðvelt og þægilegt er að nota hann í farsíma eða spjaldtölvu.

Þessar lausnir eiga það sameiginlegt að þær virka á öllum nettengdum símum, óháð stýrikerfi þeirra. Landsbankinn leggur áherslu á að bjóða farsímalausnir sem tryggja öllum viðskiptavinum sömu þjónustuna.

Auglýsing

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.