Fréttir

Notk­un á L.is, farsíma­vef Lands­bank­ans, fjór­faldast

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar.
2. apríl 2013

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar, en L.is hlaut viðurkenningu sem besti smá- og handtækjavefurinn á Íslensku vefverðlaununum í janúar á þessu ári.

Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á að þróa notendavænar tæknilausnir til að ýta undir rafræn samskipti við viðskiptavini, bæði í netbanka og farsímum. Stórt skref var stigið í nóvember 2012 með innleiðingu nýs öryggiskerfis fyrir netbanka sem jók öryggi gegn fjársvikum og gerði auðkennislykla óþarfa. Um svipaði leyti opnaði Landsbankinn nýjan og endurbættan L.is og hefur síðan kynnt ýmsar nýjungar í farsímanum, m.a. millifærslur á netföng og farsímanúmer, svokallaðar snjallgreiðslur.

Mikil ánægja viðskiptavina

Þessar breytingar hafa mælst afar vel fyrir. Ánægja viðskiptavina með netbanka Landsbankans eykst stöðugt og heimsóknir á L.is, hafa fjórfaldast. Þær voru 22.000 í nóvember en eru orðnar tæplega 90.000 í mars.

Samkvæmt könnun PwC á ánægju viðskiptavina með farsímalausnir stóru bankanna voru 88,3% viðskiptavina Landsbankans ánægðir með farsímalausn bankans, sem er töluvert hærra hlutfall en hjá öðrum bönkum. Heildaránægja með netbanka einstaklinga var einnig mest hjá viðskiptavinum Landsbankans.

Netbankanotkun að breytast

Netbankanotkun breytist hratt. Bætt aðgengi og betri hönnun færir notkunina úr hefðbundnum netbanka yfir í farsímann. Landsbankinn tekur virkan þátt þeirri þróun, færir þjónustuna nær notandanum og svarar með því kröfum um að bankaviðskipti eigi að fara fram þegar viðskiptavininum hentar.

Nánar um L.is

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki. Hann er aðgengilegur á flestum farsímum, snjallsímum sem öðrum. Á L.is er farsímaútgáfa netbankans sem býður upp á allar algengustu aðgerðir netbanka einstaklinga og stöðugt er verið að bæta við aðgerðum.

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi gjaldmiðla og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og ýmislegt fleira.

Aðalvefur bankans – landsbankinn.is – aðlagar sig að því tæki sem er verið að nota hverju sinni (e. responsive) svo auðvelt og þægilegt er að nota hann í farsíma eða spjaldtölvu.

Þessar lausnir eiga það sameiginlegt að þær virka á öllum nettengdum símum, óháð stýrikerfi þeirra. Landsbankinn leggur áherslu á að bjóða farsímalausnir sem tryggja öllum viðskiptavinum sömu þjónustuna.

Auglýsing

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur