Fréttir

Notk­un á L.is, farsíma­vef Lands­bank­ans, fjór­faldast

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar.
2. apríl 2013

Nýtt öryggiskerfi án auðkennislykla, besti farsímavefur landsins og ör þróun í netbanka hefur skilað sér í stóraukinni notkun viðskiptavina á netbankalausnum Landsbankans. Frá því í nóvember hafa heimsóknir á L.is fjórfaldast, sem er langt umfram væntingar, en L.is hlaut viðurkenningu sem besti smá- og handtækjavefurinn á Íslensku vefverðlaununum í janúar á þessu ári.

Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á að þróa notendavænar tæknilausnir til að ýta undir rafræn samskipti við viðskiptavini, bæði í netbanka og farsímum. Stórt skref var stigið í nóvember 2012 með innleiðingu nýs öryggiskerfis fyrir netbanka sem jók öryggi gegn fjársvikum og gerði auðkennislykla óþarfa. Um svipaði leyti opnaði Landsbankinn nýjan og endurbættan L.is og hefur síðan kynnt ýmsar nýjungar í farsímanum, m.a. millifærslur á netföng og farsímanúmer, svokallaðar snjallgreiðslur.

Mikil ánægja viðskiptavina

Þessar breytingar hafa mælst afar vel fyrir. Ánægja viðskiptavina með netbanka Landsbankans eykst stöðugt og heimsóknir á L.is, hafa fjórfaldast. Þær voru 22.000 í nóvember en eru orðnar tæplega 90.000 í mars.

Samkvæmt könnun PwC á ánægju viðskiptavina með farsímalausnir stóru bankanna voru 88,3% viðskiptavina Landsbankans ánægðir með farsímalausn bankans, sem er töluvert hærra hlutfall en hjá öðrum bönkum. Heildaránægja með netbanka einstaklinga var einnig mest hjá viðskiptavinum Landsbankans.

Netbankanotkun að breytast

Netbankanotkun breytist hratt. Bætt aðgengi og betri hönnun færir notkunina úr hefðbundnum netbanka yfir í farsímann. Landsbankinn tekur virkan þátt þeirri þróun, færir þjónustuna nær notandanum og svarar með því kröfum um að bankaviðskipti eigi að fara fram þegar viðskiptavininum hentar.

Nánar um L.is

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki. Hann er aðgengilegur á flestum farsímum, snjallsímum sem öðrum. Á L.is er farsímaútgáfa netbankans sem býður upp á allar algengustu aðgerðir netbanka einstaklinga og stöðugt er verið að bæta við aðgerðum.

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi gjaldmiðla og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og ýmislegt fleira.

Aðalvefur bankans – landsbankinn.is – aðlagar sig að því tæki sem er verið að nota hverju sinni (e. responsive) svo auðvelt og þægilegt er að nota hann í farsíma eða spjaldtölvu.

Þessar lausnir eiga það sameiginlegt að þær virka á öllum nettengdum símum, óháð stýrikerfi þeirra. Landsbankinn leggur áherslu á að bjóða farsímalausnir sem tryggja öllum viðskiptavinum sömu þjónustuna.

Auglýsing

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur