L.is - farsímavefur Landsbankans hlaut Íslensku vefverðlaunin
Í umsögn dómnefndar segir: „Vefurinn ber vott um fagmennsku og metnað. Hann er úthugsaður og hnitmiðaður fyrir fólk á ferðinni. Vefurinn er léttur, lítill og ljómandi laglegur.“
„Íslensku vefverðlaunin eru kærkomin viðurkenning fagaðila og frábærar viðtökur viðskiptavina sýna okkur enn fremur að við erum á réttri leið,“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans. „Markmið okkar er að bjóða þjónustu sem er sniðin að þörfum viðskiptavina bankans og er þetta okkur því mikil hvatning.“
Notkun L.is hefur aukist gríðarlega frá því hann var uppfærður. Í nóvember voru rúmlega 147 þúsund síðuflettingar í farsímaútgáfu netbankans. Í desember voru þær komnar upp í tæplega 238 þúsund og í janúar 303 þúsund.