Fréttir

L.is - farsíma­vef­ur Lands­bank­ans til­nefnd­ur til ís­lensku vef­verð­laun­anna

Farsímavefur Landsbankans, L.is, hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2012 í flokknum Besti smá- eða handtækjavefurinn. Dómnefnd á vegum SVEF (Samtaka vefiðnaðarins) hefur valið þá fimm vefi sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun þegar þau verða afhent í Hörpu 8. febrúar.
5. febrúar 2013 - Landsbankinn

Áhersla á lausnir fyrir farsíma

Landsbankinn hefur undanfarin ár verið leiðandi í þróun veflausna fyrir farsíma og spjaldtölvur. Fyrri útgáfa L.is hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besti smá- og handtækjavefurinn árið 2010 en glæný útgáfa hans með uppfærðu notandaviðmóti og fjölda nýjunga var kynnt nú í október.

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki sem er aðgengilegur á flestum farsímum og spjaldtölvum. Í farsímaútgáfu netbankans geta viðskiptavinir á einfaldan og öruggan hátt sinnt algengustu bankaviðskiptum, m.a.:

  • skoðað yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta
  • millifært
  • greitt reikninga
  • fengið yfirlit yfir stöðu lána
  • greitt umfram inn á lán
  • sótt PIN-númer fyrir Visa kreditkort
  • greitt inn á kreditkort
  • keypt inneign fyrir farsíma
  • fengið yfirlit Aukakróna og millifært þær

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi krónunnar og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og margt fleira.

Netbankinn er afar auðveldur í notkun. Við innskráningu þarf aðeins að slá inn notandanafn og lykilorð en nýtt og öflugra öryggiskerfi Landsbankans hefur gert auðkennislykla óþarfa. Viðmót bankans hefur algerlega verið endurhannað með upplifun notandans að leiðarljósi.

„Við höfum lagt áherslu á að tryggja aðgengi sem flestra að þjónustu bankans, ekki bara þeirra sem eiga flottustu og dýrustu símana“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans. „Við erum oft spurð hvers vegna höfum ekki gefið út app, en sannleikurinn er sá að app er ekki endilega besta lausnin fyrir bankaþjónustu á vefnum. L.is er veflausn aðgengileg langflestum farsímum, sama hvaða stýrikerfi þeir nota.“

Notkun L.is hefur aukist mikið

Í nóvember voru rúmlega 147 þúsund síðuflettingar í farsímaútgáfu netbankans. Í desember voru þær komnar upp í tæplega 238 þúsund og í janúar 303 þúsund.

„Viðskiptavinir hafa tekið vefnum afar vel,“ segir Snæbjörn. „Frá því að ný útgáfa vefsins var tekin í notkun í október hefur nýtingin aukist gríðarlega enda er nú mun auðveldara að sinna bankaviðskiptum í farsímanum en áður.“

Farsímavefur Landsbankans: L.is

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur