Fréttir

L.is - farsíma­vef­ur Lands­bank­ans til­nefnd­ur til ís­lensku vef­verð­laun­anna

Farsímavefur Landsbankans, L.is, hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2012 í flokknum Besti smá- eða handtækjavefurinn. Dómnefnd á vegum SVEF (Samtaka vefiðnaðarins) hefur valið þá fimm vefi sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun þegar þau verða afhent í Hörpu 8. febrúar.
5. febrúar 2013 - Landsbankinn

Áhersla á lausnir fyrir farsíma

Landsbankinn hefur undanfarin ár verið leiðandi í þróun veflausna fyrir farsíma og spjaldtölvur. Fyrri útgáfa L.is hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besti smá- og handtækjavefurinn árið 2010 en glæný útgáfa hans með uppfærðu notandaviðmóti og fjölda nýjunga var kynnt nú í október.

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki sem er aðgengilegur á flestum farsímum og spjaldtölvum. Í farsímaútgáfu netbankans geta viðskiptavinir á einfaldan og öruggan hátt sinnt algengustu bankaviðskiptum, m.a.:

  • skoðað yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta
  • millifært
  • greitt reikninga
  • fengið yfirlit yfir stöðu lána
  • greitt umfram inn á lán
  • sótt PIN-númer fyrir Visa kreditkort
  • greitt inn á kreditkort
  • keypt inneign fyrir farsíma
  • fengið yfirlit Aukakróna og millifært þær

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi krónunnar og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og margt fleira.

Netbankinn er afar auðveldur í notkun. Við innskráningu þarf aðeins að slá inn notandanafn og lykilorð en nýtt og öflugra öryggiskerfi Landsbankans hefur gert auðkennislykla óþarfa. Viðmót bankans hefur algerlega verið endurhannað með upplifun notandans að leiðarljósi.

„Við höfum lagt áherslu á að tryggja aðgengi sem flestra að þjónustu bankans, ekki bara þeirra sem eiga flottustu og dýrustu símana“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans. „Við erum oft spurð hvers vegna höfum ekki gefið út app, en sannleikurinn er sá að app er ekki endilega besta lausnin fyrir bankaþjónustu á vefnum. L.is er veflausn aðgengileg langflestum farsímum, sama hvaða stýrikerfi þeir nota.“

Notkun L.is hefur aukist mikið

Í nóvember voru rúmlega 147 þúsund síðuflettingar í farsímaútgáfu netbankans. Í desember voru þær komnar upp í tæplega 238 þúsund og í janúar 303 þúsund.

„Viðskiptavinir hafa tekið vefnum afar vel,“ segir Snæbjörn. „Frá því að ný útgáfa vefsins var tekin í notkun í október hefur nýtingin aukist gríðarlega enda er nú mun auðveldara að sinna bankaviðskiptum í farsímanum en áður.“

Farsímavefur Landsbankans: L.is

Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur