Fréttir

L.is - farsíma­vef­ur Lands­bank­ans til­nefnd­ur til ís­lensku vef­verð­laun­anna

Farsímavefur Landsbankans, L.is, hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2012 í flokknum Besti smá- eða handtækjavefurinn. Dómnefnd á vegum SVEF (Samtaka vefiðnaðarins) hefur valið þá fimm vefi sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun þegar þau verða afhent í Hörpu 8. febrúar.
5. febrúar 2013 - Landsbankinn

Áhersla á lausnir fyrir farsíma

Landsbankinn hefur undanfarin ár verið leiðandi í þróun veflausna fyrir farsíma og spjaldtölvur. Fyrri útgáfa L.is hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besti smá- og handtækjavefurinn árið 2010 en glæný útgáfa hans með uppfærðu notandaviðmóti og fjölda nýjunga var kynnt nú í október.

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki sem er aðgengilegur á flestum farsímum og spjaldtölvum. Í farsímaútgáfu netbankans geta viðskiptavinir á einfaldan og öruggan hátt sinnt algengustu bankaviðskiptum, m.a.:

  • skoðað yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta
  • millifært
  • greitt reikninga
  • fengið yfirlit yfir stöðu lána
  • greitt umfram inn á lán
  • sótt PIN-númer fyrir Visa kreditkort
  • greitt inn á kreditkort
  • keypt inneign fyrir farsíma
  • fengið yfirlit Aukakróna og millifært þær

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi krónunnar og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og margt fleira.

Netbankinn er afar auðveldur í notkun. Við innskráningu þarf aðeins að slá inn notandanafn og lykilorð en nýtt og öflugra öryggiskerfi Landsbankans hefur gert auðkennislykla óþarfa. Viðmót bankans hefur algerlega verið endurhannað með upplifun notandans að leiðarljósi.

„Við höfum lagt áherslu á að tryggja aðgengi sem flestra að þjónustu bankans, ekki bara þeirra sem eiga flottustu og dýrustu símana“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans. „Við erum oft spurð hvers vegna höfum ekki gefið út app, en sannleikurinn er sá að app er ekki endilega besta lausnin fyrir bankaþjónustu á vefnum. L.is er veflausn aðgengileg langflestum farsímum, sama hvaða stýrikerfi þeir nota.“

Notkun L.is hefur aukist mikið

Í nóvember voru rúmlega 147 þúsund síðuflettingar í farsímaútgáfu netbankans. Í desember voru þær komnar upp í tæplega 238 þúsund og í janúar 303 þúsund.

„Viðskiptavinir hafa tekið vefnum afar vel,“ segir Snæbjörn. „Frá því að ný útgáfa vefsins var tekin í notkun í október hefur nýtingin aukist gríðarlega enda er nú mun auðveldara að sinna bankaviðskiptum í farsímanum en áður.“

Farsímavefur Landsbankans: L.is

Þú gætir einnig haft áhuga á
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur