Fréttir

L.is - farsíma­vef­ur Lands­bank­ans til­nefnd­ur til ís­lensku vef­verð­laun­anna

Farsímavefur Landsbankans, L.is, hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2012 í flokknum Besti smá- eða handtækjavefurinn. Dómnefnd á vegum SVEF (Samtaka vefiðnaðarins) hefur valið þá fimm vefi sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun þegar þau verða afhent í Hörpu 8. febrúar.
5. febrúar 2013 - Landsbankinn

Áhersla á lausnir fyrir farsíma

Landsbankinn hefur undanfarin ár verið leiðandi í þróun veflausna fyrir farsíma og spjaldtölvur. Fyrri útgáfa L.is hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besti smá- og handtækjavefurinn árið 2010 en glæný útgáfa hans með uppfærðu notandaviðmóti og fjölda nýjunga var kynnt nú í október.

L.is er sérhannaður vefur fyrir smá- og handtæki sem er aðgengilegur á flestum farsímum og spjaldtölvum. Í farsímaútgáfu netbankans geta viðskiptavinir á einfaldan og öruggan hátt sinnt algengustu bankaviðskiptum, m.a.:

  • skoðað yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta
  • millifært
  • greitt reikninga
  • fengið yfirlit yfir stöðu lána
  • greitt umfram inn á lán
  • sótt PIN-númer fyrir Visa kreditkort
  • greitt inn á kreditkort
  • keypt inneign fyrir farsíma
  • fengið yfirlit Aukakróna og millifært þær

Á L.is er einnig hægt að fletta upp útibúum og hraðbönkum Landsbankans, sjá staðsetningu þeirra á korti og fá leiðbeiningar til að komast á staðinn. Fá má upplýsingar um Aukakrónustöðu og samstarfsaðila Aukakróna, skoða gengi krónunnar og fá aðrar upplýsingar af fjármálamörkuðum, lesa fréttir og margt fleira.

Netbankinn er afar auðveldur í notkun. Við innskráningu þarf aðeins að slá inn notandanafn og lykilorð en nýtt og öflugra öryggiskerfi Landsbankans hefur gert auðkennislykla óþarfa. Viðmót bankans hefur algerlega verið endurhannað með upplifun notandans að leiðarljósi.

„Við höfum lagt áherslu á að tryggja aðgengi sem flestra að þjónustu bankans, ekki bara þeirra sem eiga flottustu og dýrustu símana“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans. „Við erum oft spurð hvers vegna höfum ekki gefið út app, en sannleikurinn er sá að app er ekki endilega besta lausnin fyrir bankaþjónustu á vefnum. L.is er veflausn aðgengileg langflestum farsímum, sama hvaða stýrikerfi þeir nota.“

Notkun L.is hefur aukist mikið

Í nóvember voru rúmlega 147 þúsund síðuflettingar í farsímaútgáfu netbankans. Í desember voru þær komnar upp í tæplega 238 þúsund og í janúar 303 þúsund.

„Viðskiptavinir hafa tekið vefnum afar vel,“ segir Snæbjörn. „Frá því að ný útgáfa vefsins var tekin í notkun í október hefur nýtingin aukist gríðarlega enda er nú mun auðveldara að sinna bankaviðskiptum í farsímanum en áður.“

Farsímavefur Landsbankans: L.is

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur