Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bank­ans á 3. árs­fjórð­ungi er tæp­ur 1,7 millj­arð­ur

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 13,5 milljarða króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2012. Hagnaður þriðja ársfjórðungs er tæpur 1,7 milljarður króna, mun minni en á fyrri helmingi ársins og skýrist það fyrst og fremst af virðisrýrnun lánasafns og auknum rekstrarkostnaði.
15. nóvember 2012

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 13,5 milljarða króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2012. Hagnaður þriðja ársfjórðungs er tæpur 1,7 milljarður króna, mun minni en á fyrri helmingi ársins og skýrist það fyrst og fremst af virðisrýrnun lánasafns og auknum rekstrarkostnaði en hann má rekja að hluta til gjaldfærslu vegna starfsloka í tengslum við hagræðingaraðgerðir. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins hefur lækkað um helming frá sama tíma á síðasta ári en þá var hagnaðurinn um 27 milljarðar króna. Afkoma bankans var hins vegar mjög sveiflukennd á árinu 2011 og er því samanburður erfiður.

Árshlutauppgjör 9m 2012

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 var 8,6% en mældist 17,9% á sama tíma fyrir ári. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 24,1% en var 21,4% í lok árs 2011. Fjárhagsstaða Landsbankans er traust en arðsemi af rekstri endurspeglar sem fyrr fremur lítil umsvif í íslensku efnahagslífi.

Kennitölur (m. kr.)

9m 2012

9m 2011

Hagnaður eftir skatta

13.541

26.953

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

8,6%

17,9%

CAD hlutfall

24,1%

23,6%

Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna

3,2%

2,9%

Kostnaðarhlutfall

57,7%

52,4%

Heildareignir

1.056.825

1.124.250

Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina

149,4%

143,0%

Stöðugildi

1.252

1.297

Leiðrétt kostnaðarhlutfall = (Laun + önnur rekstrargjöld + afskriftir) / (Hreinar vaxtatekjur + hreinar þjónustutekjur)

Steinþór Pálsson, bankastjóri segir:

„Á undanförnum árum hefur staðið yfir mikið uppbyggingastarf innan bankans og flest markmið í því starfi hafa gengið eftir. Áhersla hefur verið á að styrkja fjárhagsstöðu og innviði bankans um leið og unnið hefur verið að úrlausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Mikill árangur hefur náðst á þessu sviði eins og þróun vanskila sýnir með glöggum hætti.

Afkoma bankans fyrstu níu mánuði ársins einkennist af neikvæðri þróun á virðisbreytingum útlána. Í haust skerpti Landsbankinn á stefnuáherslum sínum og breytti skipulagi til að takast á við þau verkefni sem nú blasa við og tryggja samkeppnisfærni til framtíðar.

Dómar sem fallið hafa á árinu um ólögmæt gengistryggð lán sýna að enn verður bið á endanlegri niðurstöðu í því máli. Mikilvægt er að það skýrist sem fyrst þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir alla aðila.“

Rekstrarreikningur

Neikvæð þróun á virðisbreytingu útlána hefur veruleg áhrif á rekstur Landsbankans á árinu. Heildarrekstrartekjur bankans lækka þó um nálega 25% milli ára, voru 39,7 milljarðar króna eftir fyrstu 9 mánuði síðasta árs en eru nú 30 milljarðar. Þarna ræður mestu virðisbreyting útlána sem er meðal annars tilkomin vegna gjaldfærslu í tengslum við yfirtöku Landsbankans á SpKef og viðbótar gjaldfærslu um 2,1 milljarða vegna nýfallins dóms um vexti við endurreikning gengistryggðra lána. Hreinar vaxtatekjur Landsbankans hafa aukist um 1,8 milljarða króna frá því á sama tíma á síðasta ári. Þjónustutekjur standa nánast í stað. Gjaldeyrisgengismunur var jákvæður um 1,7 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi en var neikvæður um 1 milljarð á sama tíma 2011. Aðrar rekstrartekjur námu 5,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er viðunandi niðurstaða.

Rekstrarreikningur (m. kr.)

9m 2012

9m 2011

Breyting

%

Hreinar vaxtatekjur

26.355

24.591

1.764

7%

Virðisbreyting

-7.087

794

-7.881

-992%

Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu

19.268

25.385

-6.117

-24%

Hreinar þjónustutekjur

3.122

3.344

-222

-7%

Gjaldeyrisgengismunur

1.735

-1.049

2.784

265%

Aðrar rekstrartekjur

5.816

12.012

-6.196

-52%

Afkoma fyrir rekstrarkostnað

29.941

39.691

-9.750

-25%

Rekstrarkostnaður

17.770

15.394

2.376

15%

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga, að frádregnum skatti

687

1.160

-473

-41%

Hagnaður fyrir skatta

12.858

25.458

-12.600

-49%

Áætlaður tekju- og bankaskattur

1.801

3.214

-1.413

-44%

Hagnaður af reglulegri starfsemi

11.057

22.243

-11.186

-50%

Hagnaður af aflagðri starfsemi, að frádregnum skatti

2.484

4.709

-2.225

-47%

Hagnaður tímabilsins

13.541

26.953

-13.412

-50%

Virðisbreyting lánasafns

Frá því gengið var frá kaupum Landsbankans á eignum LBI hf. hefur Landsbankinn gjaldfært um 23 milljarða króna vegna verðrýrnunar lánasafnsins. Þar af hefur bankinn gjaldfært um 17,8 milljarða vegna lánasafns einstaklinga og um 3,1 milljarða króna vegna lánasafns fyrirtækja. Virðisbreyting lánasafns bankans var neikvæð um 7 milljarða eftir níu mánuði ársins en var hins vegar jákvæð um 798 milljónir króna á sama tíma árið 2011. Á þriðja ársfjórðungi voru gjaldfærðir 3,6 milljarðar króna vegna virðisbreytinga útlána og þar af vegur stærst gjaldfærsla upp á 2,1 milljarð króna sem gerð var í kjölfar Hæstaréttardóms nr. 462/2012.

Rekstrarkostnaður

Rekstrarkostnaður Landsbankans er enn of hár, þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðhaldsaðgerða í rekstrinum. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 15% frá sama tíma á síðasta ári. Laun og tengd gjöld hækkað um 22%, eða sem svarar til 1.753 milljóna króna en launahækkanir ráða þó minnstu þar um. Samningsbundnar launahækkanir nema 500 milljónum króna en nýr fjársýsluskattur á laun 446 milljónum króna. Kostnaður vegna samruna við Spkef og starfsloka vegna hagræðingaraðgerða er 520 milljónir króna. Reiknaðir skattar á fyrstu níu mánuðum ársins nema samtals 2,2 milljörðum. Kostnaður bankans vegna reksturs FME og embættis Umboðsmanns skuldara nam 598 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins og hafa þessir liðir hækkað um 279 milljónir króna frá því á sama tíma á síðasta ári.

Skattar og gjöld vegna reksturs ríkisstofnanna (m. kr.)

30.09.2012

30.09.2011

Breyting

%

Tekjuskattur

1.000

1.959

-959

-49%

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki

801

340

461

136%

Sérstakur fjársýsluskattur á laun

446

0

446

-

FME og Umboðsmaður skuldara

598

319

279

87%

Tryggingasjóður innstæðueigenda

767

506

261

52%

Endurskipulagning skulda viðskiptavina

Endurskipulagning skulda einstaklinga og fyrirtækja hefur verið meginverkefni Landsbankans undanfarin ár.

  • Öll ólögmæt gengistryggð lán í Landsbankanum hafa verið endurútreiknuð en vegna dóma Hæstaréttar nr. 600/2011 og 464/2012, þá mun bankinn þurfa að endurreikna lán til samræmis við niðurstöður þessara dómsmála. Að mati Landsbankans hafa dómar Hæstaréttar ekki umtalsverð áhrif á fjárhag bankans, umfram það sem áður hefur verið gerð grein fyrir. Í uppgjöri fyrir árið 2011 voru gjaldfærðir 38 milljarðar króna undir liðnum „Tap af gengistryggðum útlánum og kröfum á viðskiptavini“ til samræmis við sviðsmynd sem FME óskaði eftir að fjármálafyrirtæki notuðu sem viðmið við útreikning á áhrifum dóms Hæstaréttar nr. 600/2011. Til viðbótar hafa verið gjaldfærðir 2,1 milljarður á árinu 2012 í kjölfar dóms nr. 464/2012. Að mati bankans þarf fleiri dómsmál til að hægt verði að klára alla endurútreikninga.
  • Í lok október hafði Landsbankinn lokið endurskipulagningu skulda rúmlega 1.000 fyrirtækja. Flest öll þeirra fyrirtækja sem áttu í erfiðleikum og bankinn mat sem lífvænleg þegar hafist var handa við það umfangsmikla verkefni að endurskipuleggja skuldir íslenskra fyrirtækja í kjölfar hrunsins í október 2008, hafa nú fengið lausn sinna mála.

Fjármögnun Landsbankans

Fyrr á árinu fyrirframgreiddi Landsbankinn hf. fjórðung af höfuðstól svokallaðra A–skuldabréfa sem gefin voru út árið 2010 vegna mismunar á virði yfirtekinna eigna og skulda frá Landsbanka Íslands hf. (LBI). Fyrirframgreiðslan nam að jafnvirði rúmlega 73 milljarða króna í evrum, dollurum og pundum. Samfara þessari fyrirframgreiðslu lækkar fjármagnskostnaður bankans og vegur sú lækkun mun þyngra en sú ávöxtun sem laust fé í erlendri mynt skilar bankanum. Samkomulagið er mikilvægur áfangi í uppbyggingu Landsbankans, þar sem fyrrnefnd fyrirframgreiðsla lækkar skuldir bankans umtalsvert og auðveldar endurfjármögnun. Fyrirframgreiðslan gekk að fullu inn á fyrstu 5 af 20 ársfjórðungslegum afborgunargjalddögum skuldabréfanna, sem áttu að hefjast í janúar 2014. Næsta afborgun höfuðstóls verður því ekki fyrr en í apríl 2015.

Landsbankinn er að vinna að undirbúningi útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem skráð yrðu í íslensku kauphöllinni NASDAQ OMX Iceland. Bankinn hefur skilað inn umsókn til Fjármálaeftirlitsins og beðið er eftir svari. Fyrirhuguð útgáfa á sértryggðum skuldabréfum verður liður í fjármögnun bankans og mun styrkja samkeppnisstöðu bankans í íbúðalánum.

Uppgjör við Landsbanka Íslands hf. (LBI hf.)

Mikil óvissa var um virði útlána þegar samningum milli Landsbankans og LBI hf. um kaup Landsbankans á eignum LBI lauk undir árslok árið 2009 og töluverður ágreiningur var um verðmæti lána. Úr varð að samið var um að Landsbankinn gæfi út skilyrt skuldabréf sem myndi endurspegla hugsanlega hækkun á verðmæti tiltekinna eigna fram til loka árs 2012, en þó yrði það að hámarki 92 milljarðar króna. Óháðir aðilar fara yfir mat á eignum og úrskurða um þau mál ef Landsbankinn og LBI ná ekki saman. Staðan á skilyrta skuldabréfinu er nú 74,2 milljarðar króna. Verði andvirði þess 92 milljarðar fyrir árslok afsalar LBI hf. sér 18,7% eignarhlut sínum í Landsbankanum að fullu.

Efnahagsreikningur (m. kr.)

30.09.2012

31.12.2011

Breyting 2012

%

Sjóður og innistæður í Seðlabanka

25.235

8.823

16.412

186%

Kröfur á lánastofnanir

60.787

100.133

-39.346

-39%

Markaðsskuldabréf

217.485

221.848

-4.363

-2%

Hlutabréf

33.198

46.037

-12.839

-28%

Útlán til viðskiptavina

657.050

639.130

17.920

3%

Aðrar eignir

37.688

65.959

-28.271

-43%

Eignir til sölu

25.382

53.552

-28.170

-53%

Samtals

1.056.825

1.135.482

-78.657

-7%

Innlán frá fjármálafyrirtækjum

90.206

112.876

-22.670

-20%

Innlán frá viðskiptavinum

439.853

443.590

-3.737

-1%

Lántaka

211.699

277.076

-65.377

-24%

Skilyrt skuldabréf

74.225

60.826

13.399

22%

Aðrar skuldir

26.561

31.485

-4.924

-16%

Skuldir tengdar eignum til sölu

603

9.385

-8.782

-94%

Eigið fé

213.678

200.244

13.434

7%

Samtals

1.056.825

1.135.482

-78.657

-7%

Efnahagsreikningur

Heildareignir bankans hafa lækkað frá áramótum um rúmlega 79 milljarða króna sem skýrist af fyrirfram greiðslu til LBI hf. á miðju ári. Eigið fé bankans hefur hins vegar hækkað um 13 milljarða frá áramótum og er nú 213 milljarðar.

Lausafjárstaða bankans er sterk eins og kemur fram í háu lausafjárhlutfalli sem er nú 46% en það jafngildir því að Landsbankinn gæti greitt út samdægurs 46% af öllum innistæðum í bankanum. Eiginfjárhlutfallið (CAD) er sömuleiðis mjög hátt en mikilvægt er að bankinn viðhaldi háu eiginfjárhlutfalli vegna óvissu í rekstrarumhverfi. Eignir til sölu hafa lækkað verulega og eru nú 2% af eignum Landsbankans en voru um 12% í árslok 2010.

Útlán

Á meðfylgjandi mynd af útlánum Landsbankans má sjá hvernig þau hafa þróast. Þessi mynd sýnir vel takmarkaða eftirspurn eftir lánsfé sem nú hefur verið viðvarandi í nokkur ár. Útlán til fyrirtækja hafa lækkað lítillega en útlán til einstaklinga hafa hækkað umfram verðlagsþróun það sem af er árinu. Heildarútlán bankans nema nú 657 milljörðum króna.

Vanskil

Vanskil hafa minnkað jafnt og þétt á bókum bankans, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta er sterk vísbending um að gæði lánasafnsins fara batnandi. Eftir þriðja ársfjórðung 2011 námu vanskil um 16,4% en í lok þriðja ársfjórðungs á þessu ári höfðu þau lækkað í 9,2%. Vanskilahlutfall fyrirtækja var 8,5% í lok október og hjá einstaklingum var sama hlutfall 9,8%. Heildarvanskil standa því nú í 8,9%.

Innlán

Innlán hafa dregist lítillega saman á árinu 2012 og nema nú 439,9 milljörðum króna. Mikill meirihluti nýrra innlána er til skemmri tíma. Innlán frá fyrirtækjum hafa lækkað nokkuð.

Tíðindi úr rekstri

  • Í september var gert samkomulag við Sparisjóð Svarfdæla að Landsbankinn félli frá fyrirhuguðum kaupum á sparisjóðnum. Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og Landsbankinn hf. náðu í janúar samkomulagi um að Landsbankinn keypti allar eignir og rekstur Sparisjóðsins og héldi áfram fjármálastarfsemi í Dalvíkurbyggð. Bæði FME og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykktu fyrirhugaðan samruna. Samkeppniseftirlitið hafði samrunann til skoðunar og hvatti stjórn sparisjóðsins til að leita til Tryggingarsjóðs sparisjóða og þar fékk sparisjóðurinn vilyrði fyrir framlagningu nýs stofnfjár og víkjandi láni. Niðurstaðan var því sú Landsbankinn féll frá kaupunum.
  • Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í júlí ríkisaðstoð þá sem veitt var til endurskipulagningar á Landsbankanum í kjölfar hruns fjármálakerfisins á Íslandi árið 2008. Í tilkynningu ESA er lýst ánægju með þann árangur sem Landsbankinn hefur náð við endurskipulagningu bankans. Landsbankinn búi nú við sterka eiginfjárstöðu og hafi náð árangri við endurskipulagningu lána hjá skuldsettum viðskiptavinum sínum.
  • Landsbankinn hf. kynnti í september nýjar áherslur í stefnu Landsbankans til ársins 2015 en þær byggja á stefnu bankans sem kynnt var haustið 2010 undir heitinu Landsbankinn þinn. Áherslurnar felast í því að auka hagkvæmni í rekstri með því að lækka kostnað, efla stjórnun og liðsheild og stunda ábyrga markaðsókn. Samhliða nýjum stefnuáherslum gerði Landsbankinn talsverðar breytingar á skipulagi bankans sem tóku gildi 1. október. Með breytingunum er lögð áhersla á enn meiri samvinnu allra sviða bankans svo hægt verði að bjóða betri og skilvirkari þjónustu sem stuðlar að gagnkvæmum ávinningi viðskiptavina og bankans. Nýjar áherslur eiga að stuðla að því að markmið um hagkvæman og arðsaman rekstur náist. Eftir breytingarnar fækkaði sviðum bankans úr níu í sjö. Tekjusviðin eru eftir breytingarnar þrjú, Einstaklingar, Fyrirtæki og Markaðir en stoðsviðin eru fjögur, Áhættustýring, Fjármál, Þróun og mannauður og Rekstur og upplýsingatækni.
  • Í september var tilkynnt um að útibú Landsbankans í Reykjanesbæ og afgreiðslur bankans í Garði og Vogum yrðu sameinuð á einn stað. Sameinuð starfsemi útibúsins verður til húsa í Reykjanesbæ. Áfram verður rekin afgreiðsla í Sandgerði.
  • Fjármálaeftirlitið veitti í september Landsbréfum sem er dótturfélag Landsbankans, leyfi til eignarstýringar. Leyfið veitir Landsbréfum tækifæri til að annast verkefni á sviði stýringar eigna fyrir þriðja aðila og eykur verulega möguleika félagsins til að þjóna viðskiptavinum sínum. Landsbréf mun sjá um rekstur og stýringu eigna Horns, sem einnig er dótturfélag Landsbankans. Nýr framkvæmdastjóri hóf störf hjá Landsbréfum í september.

Árshlutauppgjör 9m 2012

Afkomukynning

Þú gætir einnig haft áhuga á
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur