Sjóðir

Byggjum upp eignasafnið þitt

Allir eru velkomnir í sparnaðarráðgjöf þar sem ráðgjafar okkar fara yfir helstu sparnaðarleiðir. Þú getur panta tíma í sparnaðarráðgjöf sem ýmist fer fram í síma eða þú mætir í Landsbankann í Austurstræti. Í ráðgjöfinni er farið yfir helstu sparnaðarleiðir og hvernig þú byggir upp vel dreift eignasafn allt frá fyrstu skrefum og þar til komið er að því að njóta ávaxtanna. Við aðstoðum þig að ná þínum markmiðum.

Panta sparnaðarráðgjöf

Fjárfesting í sjóðum

Þú leggur fé í sjóðinn sem síðan fjárfestir ýmist í skuldabréfum, hlutabréfum, innlánum eða öðrum fjárfestingarkostum, allt eftir fjárfestingarstefnu hvers sjóðs. Fjárfestingin þín er því ekki háð verðbreytingum á einu fyrirtæki eða einum flokki verðbréfa á markaðnum og þannig dregur þú úr áhættu. Þú nýtur skattalegs hagræðis af að fjárfesta í sjóðum þar sem ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur fyrr en við innlausn.

Kaupa í sjóði

Stofna áskrift

Sjóðir Landsbréfa

Landsbréf bjóða upp á fjölbreytt úrval af sjóðum en þeir eru mismunandi hvað varðar samsetningu, áhættu og ávöxtun. Sjóðirnir eru reknir af Landsbréfum hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingu og lykilupplýsingar sjóða.

Ávöxtun verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. er almennt birt sem nafnávöxtun í ISK, nema annað sé tekið fram, að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma. Í ávöxtunartöflu er birt uppsöfnuð nafnávöxtun síðastliðinna 5 ára og uppsöfnuð nafnávöxtun á ársgrundvelli yfir sama tímabil. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár eru ekki uppreiknuð á ársgrundvöll. Upplýsingar um ávöxtun byggja á bókhaldsgögnum sjóðanna.


Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Nafn Netfang Símanúmer
Friðbert G. Gunnarsson Fridbert.G.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7166
Gústav Gústavsson Gustav.Gustavsson@landsbankinn.is 410 6221
Jóhanna M. Jónsdóttir Johanna.M.Jonsdottir@landsbankinn.is 410 7169
Marteinn Kristjánsson Marteinn.Kristjansson@landsbankinn.is 410 7109