Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2020

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna eftir skatta. Afkoma bankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020.
29. október 2020 - Landsbankinn
 • Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna eftir skatta.
 • Afkoma bankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020.
 • Landsbankinn færði 13,6 milljarða króna í virðisrýrnunarsjóð á fyrstu níu mánuðum ársins.
 • Rekstrarkostnaður lækkar á milli ára.
 • Á fyrstu níu mánuðum ársins tóku um 7.700 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán eða endurfjármögnuðu eldri íbúðalán á betri kjörum hjá Landsbankanum. Um 800 voru að kaupa sína fyrstu fasteign.
 • Innlán jukust um 106 milljarða króna frá áramótum sem er 15% aukning.
 • Landsbankinn fékk í september framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar eða 86 stig af 100. Í matinu er skoðað hvernig bankinn vinnur að umhverfismálum, félagsþáttum og stjórnarháttum. Fyrr á árinu mældi matsfyrirtækið Sustainalytics Landsbankann út frá þessum þáttum og var bankinn í 2. sæti af 382 bönkum sem starfa í Evrópu.
 • Landsbankinn er með sterka eiginfjár- og lausafjárstöðu sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila.

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 0,4% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 7,9% á sama tímabili 2019.

Hreinar vaxtatekjur voru 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er 6% lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um 7% frá sama tímabili árið áður.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,1% á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en var 2,4% á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Kostnaðarhlutfall á fyrstu níu mánuðum ársins var 51,6%, samanborið við 41,4% á sama tímabili árið 2019.

Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning.

Eigið fé Landsbankans var 248,4 milljarðar króna hinn 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,7%.

Árshlutareikningur samstæðu 9M 2020

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum.

Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins.

Það er ánægjulegt hversu vel viðskiptavinir okkar hafa tekið breytingum á þjónustu sem óhjákvæmilega hafa hlotist af faraldrinum. Langflest erindi er hægt að leysa í síma eða í gegnum tölvu. Frá því að faraldurinn hófst hafa um 20.000 manns pantað tíma í útibúi eða símtal og margir nýtt sér netspjall bankans til að hafa samband. Skilvirkni, gott starfsfólk og öflug stafræn þjónusta gera það að verkum að við höfum getað tekist á við aukið álag og sinnt erindum viðskiptavina fljótt og vel. Ánægja með þjónustuna mælist mikil og fjölmargir nýir viðskiptavinir hafa bæst í hópinn, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar. Markaðshlutdeild bankans er sterk og hefur farið vaxandi."

Helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi (3F) 2020

Rekstur:

 • Hagnaður Landsbankans á 3F 2020 nam 4 milljörðum króna en hagnaður á sama fjórðungi 2019 var 3,2 milljarðar króna.
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 6,5%, en 5,4% fyrir sama tímabil árið 2019.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 9,4 milljörðum króna, en voru 9,6 milljarðar króna á sama ársfjórðungi árið 2019.
 • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 120 milljónir króna á 3F 2020, samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 1,1 milljarð króna á sama ársfjórðungi 2019.
 • Hreinar þjónustutekjur námu 2,1 milljarði króna en þær voru 2 milljarðar króna á 3F 2019.
 • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,1%, en var 2,3% á 3F 2019.
 • Laun og launatengd gjöld námu 3,1 milljarði króna en voru 3,3 milljarðar króna á 3F 2019.
 • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum lækkar um 7,9% frá sama tímabili árið áður.
 • Kostnaðarhlutfall á 3F 2020 var 46,6%, en var 43,9% á sama tíma árið áður.
 • Stöðugildi hjá Landsbankanum 30. september 2020 voru 884 en voru 903 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

 • Eigið fé Landsbankans nam í lok september 248,4 milljörðum króna og hefur hækkað um 0,3% frá áramótum.
 • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) þann 30. september 2020 var 24,7% en var 23,6% í lok september 2019. Það er vel umfram 18,8% lágmarkseiginfjárkröfu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
 • Heildareignir bankans námu 1.610 milljörðum króna í lok september 2020.
 • Innlán viðskiptavina námu 813,8 milljörðum króna í lok september 2020, en voru 707,8 milljarðar króna í lok árs 2019.
 • Útlán jukust um 10,1% á fyrstu níu mánuðum ársins, eða um 115 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 26 milljarða króna og útlán til einstaklinga jukust um 89 milljarða króna.
 • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu bankans í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 186% í lok september 2020.
 • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila námu 0,6% í lok september 2020, samanborið við 0,8% hlutfall í lok árs 2019. Vegna tímabundinna COVID-19 úrræða og frestunar á greiðslum þá mælast 90 daga vanskil minni en ella.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  9M 2020 9M 2019 3F 2020 3F 2019
Hagnaður eftir skatta 699 14.360 3.986 3.247
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 0,4% 7,9% 6,5% 5,4%
Vaxtamunur eigna og skulda * 2,1% 2,4% 2,1% 2,3%
Kostnaðarhlutfall ** 51,6% 41,4% 46,6% 43,9%

  30.09.20 30.09.19 31.12.19 31.12.18
Heildareignir 1.610.265 1.415.262 1.426.328 1.326.041
Útlán til viðskiptavina 1.255.393 1.136.804 1.140.184 1.064.532
Innlán frá viðskiptavinum 813.784 703.762 707.813 693.043
Eigið fé 248.433 243.860 247.734 239.610
Eiginfjárhlutfall alls  24,7% 23,6% 25,8% 24,9%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 116% 158% 143% 166%
Heildarlausafjárþekjuhlutfall 186% 186% 161% 158%
Lausafjárþekja erlendra mynta 379% 577% 769% 534%

Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,6% 0,8% 0,8% 0,8%
Stöðugildi 884 903 893 919

* Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).
** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Fjárhagsdagatal

11. febrúar 2021 - Ársuppgjör 2020
6. maí 2021 - Uppgjör 1F 2021
22. júlí 2021 - Uppgjör 2F 2021
28. október 2021 - Uppgjör 3F 2021
3. febrúar 2022 - Ársuppgjör 2021

Símafundur vegna uppgjörs

Föstudaginn 30. október kl. 10.00 mun bankinn bjóða upp á símafund á ensku þar sem farið verður yfir uppgjör bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með því að senda tölvupóst á netfangið ir@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. okt. 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022

Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
New temp image
27. maí 2022

S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
5. maí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.  
New temp image
23. mars 2022

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2022

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2022, samþykkti að greiða 14.409 milljónir króna í arð til hluthafa. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2021. Einnig var samþykkt sérstök arðgreiðsla að fjárhæð 6.141 milljón króna. Samtals greiðir bankinn því 20.550 milljónir króna í arð á árinu. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013-2022 nema þar með 166,7 milljörðum króna.
New temp image
1. mars 2022

Aðalfundur Landsbankans 2022

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn með rafrænum hætti miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 16:00.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. feb. 2022

Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils

Þann 4. febrúar 2022 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 7.febrúar 2022 til og með 21. febrúar 2022. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 156.396 eigin hluti á genginu 11,9658, að kaupvirði 1.871.403 krónur.
New temp image
4. feb. 2022

Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 24. mars 2021. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 57 milljónum hluta eða sem nemur 0,24% af útgefnu hlutafé. Landsbankinn hefur áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í nóvember 2021.
Barn á háhesti
3. feb. 2022

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2021 komin út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2021 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þjónustu og rekstur bankans á aðgengilegan hátt og ítarlega er gerð grein fyrir þeim stóru skrefum sem bankinn tók í sjálfbærnivinnu sinni á árinu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur