Tveir nýir fram­kvæmda­stjór­ar hjá Lands­bank­an­um

Bergsteinn Ó. Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum og Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags, sem er nýtt svið hjá bankanum, en undir það heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, sjálfbærni og Hagfræðideild.
24. september 2021
Sara Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri Samfélags Landsbankans

Sara Pálsdóttir er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjónustu, frá Háskólanum á Akureyri. Sara hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2011, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar. Áður vann hún m.a. hjá Reckitt Benckiser Healthcare í Bretlandi þar sem hún var sérfræðingur í markaðsgreiningu og hún vann hjá Landsbankanum, að hluta til með námi, á árunum 2004-2008.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir:

„Sara er þaulreynd í samskiptum og stjórnun og hefur yfirgripsmikla reynslu úr íslensku viðskiptalífi. Hún er mikil rekstrarkona og hefur borið ábyrgð á farsælum viðskiptasamböndum Eimskips við öll stærstu innflutningsfyrirtæki landsins. Samfélag er nýtt svið sem endurspeglar áherslur Landsbanka nýrra tíma. Okkar grunngildi er traust og við viljum efla jákvæð tengsl viðskiptavina við bankann. Sara áttar sig vel á þeirri áskorun að skara fram úr í samkeppni um tryggð viðskiptavina og hvernig ánægja starfsfólks stuðlar að betri þjónustu og aukinni ánægju viðskiptavina.“

Framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans

Bergsteinn er með B.Sc.-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur 15 ára starfsreynslu við áhættustýringu. Hann hefur verið forstöðumaður hjá bankanum frá árinu 2012, verið staðgengill framkvæmdastjóra Áhættustýringar undanfarin ár og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá því í vor. Bergsteinn hóf störf sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Landsbankanum árið 2008 og hafði áður starfað við áhættustýringu hjá Kaupþingi á árunum 2005 til 2006.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir:

„Öflug áhættustýring er mikilvægur þáttur í traustum rekstri bankans. Hlutverk Áhættustýringar er að hafa yfirsýn yfir alla áhættuþætti og styðja önnur svið bankans við stjórnun áhættu ásamt því að vera í reglulegu sambandi við eftirlitsaðila. Bergsteinn hefur sýnt leiðtogahæfileika í starfi og er með afbragðs yfirsýn og skilning á samþættingu ólíkra áhættuþátta. Hann er úrræðagóður og skilur vel hlutverk og þátt áhættustýringar við að færa bankastarfsemi enn hraðar inn í framtíðina.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur