Nýtt banka­ráð Lands­bank­ans

Á framhaldsaðalfundi Landsbankans 22. apríl sl voru sjö aðalmenn og tveir varamenn kjörnir í bankaráð Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans Austurstræti 11
22. apríl 2016 - Landsbankinn

Aðalmenn:

  • Helga Björk Eiríksdóttir
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Danielle Pamela Neben
  • Einar Þór Bjarnason
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Magnús Pétursson

Varamenn:

  • Ásbjörg Kristinsdóttir
  • Samúel Guðmundsson

Á fundinum var Helga Björk Eiríksdóttir kjörinn formaður bankaráðs. Á fyrsta fundi nýs bankaráðs sama dag var Magnús Pétursson kjörinn varaformaður ráðsins.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs segir:

„Það er mér mikill heiður að vera fyrsta konan til að stýra bankaráði Landsbankans. Ég tek þetta ábyrgðarhlutverk alvarlega. Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins, eitt stærsta fyrirtæki í landinu og jafnframt ein stærsta og mikilvægasta eign ríkisins. Við, sem störfum fyrir Landsbankann, erum því að vinna fyrir almenning. Við þurfum að sýna því hlutverki virðingu og fara vel með þessa eign okkar allra.

Okkar hlutverk er að gera Landsbankann að enn betri banka og hann þarf að bjóða viðskiptavinum frábæra þjónustu á samkeppnishæfu verði. Bankinn þarf að vera vel rekinn í góðri sátt við samfélagið þannig að allir geti verið stoltir af honum. Nýtt bankaráð mun ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“

Aðalfundur Landsbankans vegna rekstrarársins 2015 fór fram í Hörpu 14. apríl sl. Á aðalfundinum var m.a. ákveðið að greiða 28,5 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2015.

Ársskýrsla Landsbankans 2015

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur