Aðalmenn:
- Helga Björk Eiríksdóttir
- Berglind Svavarsdóttir
- Danielle Pamela Neben
- Einar Þór Bjarnason
- Hersir Sigurgeirsson
- Jón Guðmann Pétursson
- Magnús Pétursson
Varamenn:
- Ásbjörg Kristinsdóttir
- Samúel Guðmundsson
Á fundinum var Helga Björk Eiríksdóttir kjörinn formaður bankaráðs. Á fyrsta fundi nýs bankaráðs sama dag var Magnús Pétursson kjörinn varaformaður ráðsins.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs segir:
„Það er mér mikill heiður að vera fyrsta konan til að stýra bankaráði Landsbankans. Ég tek þetta ábyrgðarhlutverk alvarlega. Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins, eitt stærsta fyrirtæki í landinu og jafnframt ein stærsta og mikilvægasta eign ríkisins. Við, sem störfum fyrir Landsbankann, erum því að vinna fyrir almenning. Við þurfum að sýna því hlutverki virðingu og fara vel með þessa eign okkar allra.
Okkar hlutverk er að gera Landsbankann að enn betri banka og hann þarf að bjóða viðskiptavinum frábæra þjónustu á samkeppnishæfu verði. Bankinn þarf að vera vel rekinn í góðri sátt við samfélagið þannig að allir geti verið stoltir af honum. Nýtt bankaráð mun ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“
Aðalfundur Landsbankans vegna rekstrarársins 2015 fór fram í Hörpu 14. apríl sl. Á aðalfundinum var m.a. ákveðið að greiða 28,5 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2015.