Landsbankinn valinn besti banki á Íslandi
Í frétt Euromoney kemur fram að fjárhagsleg afkoma Landsbankans á tímabillinu undirstriki afburða góða stöðu hans meðal íslenskra banka, einkum hvað varðar skilvirkni og arðsemi, auk þess sem heilbrigður vöxtur hafi orðið í lánum og innstæðum. Þá leggi Landsbankinn áherslu á að bjóða upp á vörur og kerfi sem skipi honum í fremstu röð íslenskra banka þegar kemur að stafrænum lausnum.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi, en verðlaunin eru enn ein staðfesting á þeim árangri sem Landsbankinn hefur náð og er það ekki síst öflugum hópi starfsmanna að þakka. Við settum okkur skýr markmið um innleiðingu stafrænna lausna sem hefur skilað sér í hagkvæmari rekstri og aukinni ánægju viðskiptavina. Verðlaunin eru hvatning til okkar um að veita áfram frábæra þjónustu en jafnframt tryggja að rekstur bankans sé traustur til lengri tíma.“