Lands­bank­inn val­inn besti banki á Ís­landi

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu banka víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Award for Excellence. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.
Euromoney 2019
15. júlí 2019 - Landsbankinn

Í frétt Euromoney kemur fram að fjárhagsleg afkoma Landsbankans á tímabillinu undirstriki afburða góða stöðu hans meðal íslenskra banka, einkum hvað varðar skilvirkni og arðsemi, auk þess sem heilbrigður vöxtur hafi orðið í lánum og innstæðum. Þá leggi Landsbankinn áherslu á að bjóða upp á vörur og kerfi sem skipi honum í fremstu röð íslenskra banka þegar kemur að stafrænum lausnum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi, en verðlaunin eru enn ein staðfesting á þeim árangri sem Landsbankinn hefur náð og er það ekki síst öflugum hópi starfsmanna að þakka. Við settum okkur skýr markmið um innleiðingu stafrænna lausna sem hefur skilað sér í hagkvæmari rekstri og aukinni ánægju viðskiptavina. Verðlaunin eru hvatning til okkar um að veita áfram frábæra þjónustu en jafnframt tryggja að rekstur bankans sé traustur til lengri tíma.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur