Lands­bank­inn greið­ir upp eft­ir­stöðv­ar skulda­bréfa LBI ehf.

Landsbankinn hefur í dag greitt að fullu upp eftirstöðvar skuldabréfa sem gefin voru út til gamla Landsbanka Íslands, nú LBI ehf., vegna eigna og skulda sem færðar voru frá LBI til bankans í október 2008. Við uppgreiðslu námu eftirstöðvar skuldarinnar um 16,2 milljörðum króna en þegar skuldabréfin til LBI voru upphaflega gefin út nam fjárhæð þeirra samtals um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi.
22. júní 2017 - Landsbankinn

Með því að greiða upp skuldabréfin við LBI lækkar Landsbankinn fjármagnskostnað sinn og losar jafnframt um veðsetningu eigna sem stóðu til tryggingar skuldabréfunum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Góður árangur í rekstri og fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður hafa gert bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Þótt eftirstöðvar skuldarinnar við LBI hafi ekki verið hærri en raun ber vitni markar uppgreiðsla hennar töluverð tímamót. Skuldin við LBI var á sínum tíma mjög há, öll í erlendri mynt og endurgreiðslutíminn var tiltölulega stuttur. Landsbankinn nýtur sífellt betri kjara á erlendum lánsfjármörkuðum og með því að greiða upp óhagstæðari skuldabréf við LBI hefur bankinn sparað sér umtalsverðan fjármagnskostnað.“

Átti að ljúka árið 2018 en samið var um framlengingu til 2026

Skuldabréfin á milli LBI og Landsbankans voru byggð á samkomulagi sem gert var á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins í október 2008, um flutning á eignum og skuldum frá gamla Landsbanka Íslands hf. til Landsbankans. Skuldabréfin voru í erlendri mynt og átti endurgreiðslu þeirra að ljúka í október 2018. Með batnandi stöðu Landsbankans og íslensks efnahagslífs myndaðist fljótlega svigrúm til að greiða fyrirfram inn á skuldina og greiddi bankinn t.a.m. rúmlega 70 milljarða inn á skuldina árið 2012 og 50 milljarða árið 2013. Engu að síður var talið nauðsynlegt að gera breytingar á greiðsluskilmálum skuldabréfanna. Með því að lengja endurgreiðsluferilinn var greitt fyrir afléttingu fjármagnshafta, dregið úr óvissu um erlenda fjármögnun bankans og betri fjármagnsskipan bankans til framtíðar tryggð. Í maí 2014 komust Landsbankinn og slitastjórn LBI að samkomulagi um breytingar á skilmálum bréfanna. Samið var um að lokagreiðsla yrði innt af hendi í október 2026, en að bankinn hefði heimild til að greiða skuldina niður að hluta eða að öllu leyti án kostnaðar hvenær sem er á tímabilinu.

Eftirstöðvar höfuðstóls LBI skuldabréfa
Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur