Fjárfestatengsl
Hættir í bankaráði Landsbankans
Á fundi bankaráðs Landsbankans í dag, 19. nóvember 2020, tilkynnti Hersir Sigurgeirsson að hann segði sig úr bankaráði Landsbankans. Hersir hefur ákveðið að taka að sér verkefni sem hann telur að fari ekki saman við setu í bankaráði Landsbankans.
19. nóvember 2020
Hersir var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans í apríl 2016 og hefur m.a. verið formaður áhættunefndar bankaráðs.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Bankaráð og starfsfólk Landsbankans þakkar Hersi afskaplega góð kynni og árangursríkt samstarf á liðnum árum. Við óskum honum velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni.“
Þú gætir einnig haft áhuga á

24. mars 2021
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2021
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 24. mars 2021, samþykkti að greiða 4.489 milljónir króna í arð til hluthafa. Það samsvarar 42,7% af hagnaði ársins 2020. Þar með munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2021 nema um 146 milljörðum króna. Á fundinum voru þrír nýir aðalmenn kjörnir í bankaráð.

22. mars 2021
Tillögur til aðalfundar og framboð til bankaráðs
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 2021. Tillögur til aðalfundar og upplýsingar um framboð til bankaráðs eru aðgengilegar á vef bankans.

18. feb. 2021
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf í evrum
Landsbankinn lauk í dag sölu á nýjum grænum skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 0,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 87 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Heildareftirspurn nam tæpum milljarði evra frá meira en áttatíu fjárfestum.

11. feb. 2021
Árs- og sjálfbærniskýrsla 2020 komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2020 er komin út og er hægt að nálgast hana á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað um rekstur bankans og þjónustu á árinu 2020 á aðgengilegan hátt.

11. feb. 2021
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2020
Hagnaður Landsbankans hf. á árinu 2020 nam 10,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 18,2 milljarða króna á árinu 2019. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 4,3% á árinu 2020, samanborið við 7,5% arðsemi árið áður.

14. jan. 2021
S&P metur lánshæfi sértryggðra skuldabréfa Landsbankans
S&P Global Ratings birti í dag lánshæfismat fyrir sértryggð skuldabréf útgefin af Landsbankanum og hljóta sértryggðu skuldabréfin lánshæfismatið A- með stöðugum horfum.

29. okt. 2020
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020
Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna eftir skatta. Afkoma bankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020.

30. júlí 2020
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020
Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

21. júlí 2020
Besti banki á Íslandi að mati Euromoney
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.

7. maí 2020
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020
Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019.