Landsbankinn greiðir 28,5 milljarða króna í arð í tveimur greiðslum
Tillaga bankaráðs um arðgreiðslur var samþykkt á aðalfundi Landsbankans 14. apríl sl. Gjalddagi fyrri greiðslu var 20. apríl og nemur hún tæplega 14,3 milljörðum króna. Gjalddagi seinni greiðslu er 21. september 2016.
Arðgreiðslan nemur tæplega 80% af hagnaði Landsbankans á árinu 2015. Um áramót nam eigið fé Landsbankans um 264,5 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 30,4%. Eftir arðgreiðsluna verður eigið fé bankans um 236 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið verður 27,1%.