Árs­skýrsla Lands­bank­ans 2018 að­gengi­leg á vefn­um

Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018 er nú aðgengileg á vef bankans. Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Í ársskýrslunni er með aðgengilegum hætti fjallað um helstu þætti í rekstri bankans á árinu 2018.
7. febrúar 2019 - Landsbankinn

Fjöldi nýjunga í stafrænni þjónustu

Sjaldan eða aldrei hafa orðið jafnmiklar breytingar á þjónustu Landsbankans og á árinu 2018. Bankinn kynnti þá um 20 nýjungar í stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjölmörg erindi sem áður kröfðust heimsóknar í útibú er nú hægt að leysa í sjálfsafgreiðslu hvenær sem viðskiptavinum hentar. Í ársskýrslunni er m.a. fjallað um þessar nýjungar, s.s. nýtt Landsbankaapp, kortaapp bankans sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða með símanum, rafrænt greiðslumat og rafrænt lánaumsóknarferli.

Mesta markaðshlutdeild og ánægðari viðskiptavinir

Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2018. Markaðshlutdeild Landsbankans á bankamarkaði hefur aukist jafnt og þétt og er sú mesta á landinu, fimmta árið í röð. Hlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mælist nú 37,8% og 34% á fyrirtækjamarkaði. Ánægja með þjónustuna mælist hærri en fyrr, traust til bankans hefur vaxið og kannanir Gallup sýna að viðskiptavinir Landsbankans eru líklegri til að mæla með sínum banka en viðskiptavinir annarra banka.

Í ársskýrslunni er umfjöllun um fjölbreytta þjónustu bankans við einstaklinga og fyrirtæki um allt land, stefnu bankans og markmið. Fjallað er um samfélagsábyrgð, mannauðs- og jafnréttismál og stuðning bankans við samfélagið. Þar er sömuleiðis umfjöllun um fjármál og fjármögnun bankans, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.

Ársskýrslan eingöngu rafræn frá 2015

Ársskýrsla Landsbankans hefur eingöngu verið gefin út á rafrænu formi frá árinu 2015. Markmiðið með rafrænni útgáfu er að auka gagnsæi og auðvelda almenningi og öðrum hagsmunaaðilum að kynna sér rekstur og starfshætti bankans. Útgáfukostnaður er lægri og útgáfan umhverfisvænni.

Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Helga og Berglind
23. feb. 2024
Helga Björk hættir sem formaður á aðalfundi Landsbankans í mars
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.
Austurbakki
16. feb. 2024
Landsbankinn með staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í losun
Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur