Árs- og sjálf­bærni­skýrsla Lands­bank­ans kom­in út

Hestar og kona
16. febrúar 2023

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.

Skýrslan er gefin út á vefnum en þannig er hún auðlæsilegri og aðgengilegri. Meðal þess sem við fjöllum um í skýrslunni er:

  • Einstaklingum sem eru í virkum viðskiptum við bankann fjölgaði um 5,2% á árinu og voru um áramót 121.600. Hlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 40,1% og hefur aldrei verið hærri.
  • Fyrirtækjum og félögum í viðskiptum við bankann fjölgaði um hátt í 2.000.
  • Við héldum áfram að bæta stafrænu lausnirnar okkar og notkun á appinu okkar jókst um rúmlega 23% hjá einstaklingum en um 168% hjá fyrirtækjum.
  • Við erum með um 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða og fjármögnuðum byggingu á ríflega 4.300 íbúðum á árinu.
  • Mikil ánægja er með þær uppfærslur sem við gerðum á verðbréfavirkni í appinu og netbankanum og viðskiptavinum í eignastýringu og miðlun hélt áfram að fjölga.
  • Árið 2022 héldum við sjálfbærnidag Landsbankans í fyrsta skipti, áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar í annað sinn og skuldbundum okkur til að setja vísindaleg loftslagsmarkmið.
  • Við tökum þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu, m.a. í gegnum Sjálfbærnisjóð og Samfélagssjóð Landsbankans en bankinn er einn umsvifamesti styrktaraðili landsins.
  • Við birtum uppgjör fyrir árið 2022 þann 2. febrúar sl. Samhliða birtum við áhættuskýrslu (Pillar III) og ítarlegar upplýsingar um sjálfbærnivinnu bankans, m.a. GRI-skýrslu sem var endurskoðuð af Deloitte. Var það í fyrsta sinn sem sjálfbærniupplýsingar eru endurskoðaðar með þeim hætti hér á landi.

Opna árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022
Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics
Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur