Að­al­fund­ur Lands­bank­ans 2022

1. mars 2022

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn með rafrænum hætti miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 16:00.

Drög að dagskrá

  1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár.
  2. Skýrsla bankastjóra.
  3. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.
  4. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári.
  5. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
  6. Tillögur til breytinga á samþykktum.
  7. Kosning bankaráðs.
  8. Kosning endurskoðanda.
  9. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
  10. Heimild til kaupa á eigin hlutum.
  11. Önnur mál.

Fyrirkomulag fundarins

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að aðalfundur bankans 2022 verði haldinn að öllu leyti með rafrænum hætti í samræmi við 1. mgr. 13. gr. samþykkta bankans.

Aðalfundurinn fer eingöngu fram með Lumi AGM fundarlausninni.

Óskað er eftir að hluthafar sem hyggjast sækja aðalfundinn skrái þátttöku sína fyrir kl. 16:00 þann 18. mars 2022. Hluthafar þurfa innan sama tíma að leggja fram skriflegar spurningar um dagskrá eða eftir atvikum skjöl sem þeir óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum. Senda skal slíkar spurningar og skjöl á netfangið adalfundur@landsbankinn.is. Í framhaldi af skráningu sinni mun hluthöfum berast tölvupóstur með aðgangsupplýsingum.

Hluthöfum er heimilt að láta umboðsmann sækja aðalfundinn og fara þar með atkvæðisrétt fyrir sína hönd.

Nánari upplýsingar um aðgang að Lumi AGM fundarlausninni, rafræna atkvæðagreiðslu, sniðmát af umboði og aðrar upplýsingar varðandi fundinn má finna á vefsíðu bankans.

Skráning á fundinn

Aðrar upplýsingar

Hluthafi á rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast á netfangið adalfundur@landsbankinn.is fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 8. mars 2022.

Endanleg dagskrá fundarins og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða gerð aðgengileg miðvikudaginn 9. mars 2022 á vefsíðu bankans.

Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynningar um framboð til bankaráðs skal senda á framangreint netfang fyrir kl. 16:00, föstudaginn 18. mars 2022. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á framangreindri vefsíðu bankans eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn.

Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum, að frádregnum eigin hlutum, sem eru án atkvæðisréttar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
4. maí 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023

Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023

Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023

Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022

Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
New temp image
27. maí 2022

S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur