Skatta­breyt­ing­in er hvatn­ing til að láta gott af sér leiða

Nýlegar lagabreytingar sem heimila skattafrádrátt einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkja til almannaheillafélaga fela í sér mikinn ávinning og aukin tækifæri, að sögn talsfólks Rauða krossins, SOS Barnaþorpanna og UNICEF.
9. maí 2022 - Landsbankinn

Í nóvember 2021 var lögum um skattlagningu almannaheillafélaga breytt í þeim tilgangi að efla slíka starfsemi. Breytingarnar gera meðal annars einstaklingum og fyrirtækjum kleift að draga tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá tekjum. Styrktaraðilar fá því endurgreiðslu frá skattinum og geta hækkað framlag sitt án þess að það komi niður á ráðstöfunartekjum. Fulltrúum samtakanna sem rætt var við ber öllum saman um að þessar breytingar séu afar kærkomnar og að styrktaraðilar taki þeim vel.

Ingibjörg Magnúsdóttir, Brynhildur Bolladóttir og Ragnar Schram.

Aukinn hvati til að láta gott af sér leiða

„Tækifærið sem við sjáum er helst aukinn hvati fyrir fólk til að láta gott af sér leiða,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi, íslenskrar landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Skattalagabreytingin getur verið fólki hvati til að styðja starfsemi okkar og á sama tíma hvati fyrir þau sem nú þegar styðja við starfsemina til að hækka framlag sitt. Meðalupphæð mánaðarlegra framlaga frá Heimsforeldrum UNICEF er í kringum 2-3 þúsund krónur.“

Hafið þið nýtt ykkur þessa lagabreytingu að einhverju leyti?
„Já, í byrjun árs sendum við frá okkur almannaheillaskrá svo að þau sem höfðu gefið til starfseminnar í nóvember eða desember 2021 myndu fá frádrátt í skattframtali sínu í ár. Við höfum fengið mikið af spurningum frá styrktaraðilum þar sem margir voru hissa á því að sjá þetta í framtali sínu en fólk var almennt ánægt að heyra af breytingunni,“ upplýsir hún. „Einnig vissu ekki margir að breytingarnar hefðu tekið gildi þann 1. nóvember 2021, sem skapaði óvissu, þar sem heildarframlag ársins kom ekki fram í framtali heldur einungis tveir mánuðir.“

Að lokum segir Ingibjörg að þau hjá UNICEF séu mjög ánægð með skattalagabreytinguna. „Hún er hvati fyrir fólk til að styðja enn frekar við almannaheillafélög án þess að það komi niður á ráðstöfunartekjum þeirra.“

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar í yfir 190 löndum og leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir höggi að sækja.

„Það munar um minna“

„Við sjáum mikil tækifæri í þessum breytingum,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, sem sinnir fjölbreyttu hjálparstarfi innanlands og á alþjóðavettvangi. „Starf okkar byggist að mjög miklu leyti á frjálsum framlögum og það er afar mikilvægt að auðvelda fólki að styrkja starfsemi líkt og okkar. Með þessu er enn meiri hvati fyrir fólk til að láta gott af sér leiða og við getum eflt okkar starf enn frekar.“

„Við höfum kynnt þessar breytingar á okkar miðlum og hvatt fólk til þess að kynna sér lögin. Lögin tóku gildi í lok árs 2021 svo það hefur í raun ekki reynt mikið á þetta. En við erum fullviss um að það verði ánægjulegt fyrir fólk sem hefur styrkt okkur að skila skattframtalinu sínu á næsta ári - ótrúlegt en satt! - því þá sér það framlögin sín og hvernig frádrátturinn virkar.“

Hvernig hafa styrktaraðilar tekið í þessar breytingar?
„Mjög vel. Það þarf að kynna þetta enn frekar til þess að almenningur og fyrirtæki átti sig á tækifærunum sem í þessu felast, en almennt er fólk mjög jákvætt gagnvart þessum breytingum.“

Hversu mikið gætu styrktaraðilar hækkað framlag sitt án þess að skerða ráðstöfunartekjur? 
„Það fer eftir skatthlutfalli einstaklinga, en sá sem styrkir okkur til dæmis um 4.000 krónur á mánuði, og er með meðallaun, gæti hækkað styrkinn upp í 5.500 krónur og haft sömu ráðstöfunartekjur. Það munar um minna fyrir okkur.“

Mannvinir Rauða krossins, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar, greiða að lágmarki 2.500 krónur, en mörg greiða hærri fjárhæð, að sögn Brynhildar. „Ekki er óalgengt að það sé 4-5 þúsund krónur og jafnvel meira. Mörg styrkja fleiri en einn og því er ánægjulegt að frádráttarupphæðin sé nokkuð há. Sá sem vill nýta heildarskattafslátt, er með meðaltekjur og styrkir okkur um tæpar 30.000 á mánuði, fær rúmar 130 þúsund til baka frá skattinum, þannig að í rauninni greiðir viðkomandi 18 þúsund á mánuði en Rauði krossinn fær 30 þúsund króna framlag. Án Mannvina Rauða krossins gætum við ekki starfað og því eflir skattaafslátturinn hjálparstarfið okkar innanlands og utan enn frekar. Við viljum hvetja þau sem ekki eru nú þegar að styrkja okkur að gerast Mannvinir. Einnig hvetjum við þau sem eru Mannvinir að skoða þann möguleika að hækka fjárhæðina með tilliti til skattaafsláttar.“

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim.

Hjálp til betra lífs

SOS Barnaþorpin eru stærstu óháðu hjálp­ar­sam­tök heims sem einbeita sér að börnum án for­eld­raum­sjár og ósjálf­bjarga barna­fjöl­skyldum. „Tækifæri okkar er einfaldlega það að hér eru á ferðinni nýir skattalegir hvatar fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki að gefa til okkar hjálparstarfs. Því fleiri sem nýta sér þessa heimild, því fleiri munaðarlausum og yfirgefnum börnum getum við hjálpað til betra lífs,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Hafið þið nú þegar nýtt ykkur þessar breytingar?
„Já, við skráðum okkur strax á almannaheillaskrá Skattsins og allir sem gáfu til SOS Barnaþorpanna í fyrra eftir gildistöku laganna fengu framlög sín forskráð á framtalið, til lækkunar á höfuðstóli.“

Aðspurður segir Ragnar styrktaraðila hafa tekið afar vel í þessar breytingar. „Eitthvað hefur verið um að fólk hafi hækkað framlög sín. Þá var nokkuð um að styrktaraðilar spyrðust fyrir um það hvers vegna ekki var tekið tillit til alls ársins í fyrra og ekki þurfti þá annað en að útskýra að lögin hefðu ekki tekið gildi fyrr en 1. nóvember.“

Hversu mikið gætu styrktaraðilar hækkað framlögin án þess að það kæmi niður á ráðstöfunartekjum?
„Við höfum ekki nálgast þetta mál þannig að styrktaraðilar þurfi að gefa allt það sem þau fá endurgreitt frá Skattinum aftur til okkar. Við yrðum auðvitað mjög þakklát ef fólk kysi það, en við göngum ekki út frá því. Aftur á móti höfum við reiknað út að SOS-foreldrar sem styrkja eitt barn fá um það bil 18.000 krónur endurgreiddar af 46.800 krónum á ársgrundvelli.“

„Á árinu 2021 var heildarfjöldi þeirra sem gaf mánaðarleg og stök framlög til SOS Barnaþorpanna 21.523 einstaklingar. Það gerir fjárframlög að meðaltali um 25.500 krónur á einstakling,“ segir Ragnar og bendir að endingu á að ef allir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna á Íslandi gæfu 60.000 til samtakanna á árinu 2022 myndu styrktaraðilarnir gróft reiknað fá samtals um 230 milljónir króna endurgreiddar frá Skattinum. „Það munar um minna. Upphæðin verður svo enn hærri þegar við bætum við öllum þeim sem styrkja okkur óreglulega.“

SOS Barnaþorpin starfa í 137 löndum og ná til yfir einnar milljónar barna, ungmenna og fullorðinna.

Einnig mikil breyting fyrir styrktarsjóði

Í grein sem Eyrún A. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum, og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, viðskiptastjóri hjá bankanum, skrifuðu um lagabreytingarnar kom m.a. fram að breytingin þýðir að 160 milljónir sem Háskólasjóður Eimskipafélagsins hefði greitt í skatt nýtist í beina styrki til doktorsnema. Í greininni fjölluðu þær einnig um mikilvægi þess að huga að góðri eignadreifingu og að ávöxtunarkostir falli að markmiðum sjóðanna.

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur