Per­sónu­vernd og ör­yggi barna á net­inu

Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem felast í net- og snjallsímanotkun. Foreldrar þurfa einnig að vera vakandi yfir því hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.
28. janúar 2021

Netnotkun og smáforrit, eða öpp, eru orðin samofin lífi barna og fullorðinna enda margt jákvætt sem tengist þeim. Þau einfalda innkaupin, gera nám og vinnu skilvirkari, hjálpa okkur að halda sambandi við fólk og gera tilveruna oft og tíðum skemmtilegri. Það er mikilvægt að kenna börnum að taka sín fyrstu skref á netinu, temja sér gagnrýna hugsun og hvernig megi verjast skuggahliðum netsins.

Öryggi barna og vernd gegn skaðlegu efni á netinu

Íslensk börn hafa flest öll aðgang að netinu heima eða í eigin snjalltækjum. Gríðarleg aukning í netnotkun barna og breytt samskiptamynstur með öppum hafa í för með sér hættur á netinu, sem ber að varast.

Samhliða aukinni netnotkun barna hefur beint eftirlit foreldra með netnotkun þeirra minnkað. Samkvæmt rannsóknum eyða börn á aldrinum 11-16 ára að meðaltali 88 mínútum á netinu á dag, 49% þeirra fara á netið í herberginu sínu og 33% fara á netið í símanum sínum eða öðru snjalltæki. Þá má velta fyrir sér áhrifum aukinnar heimavinnu foreldra í kjölfar Covid-19 á skjátíma yngri barna. Á heilsuveru.is má finna viðmið um skjánotkun barna eftir aldri.

Mikilvægt er að fylgjast með netnotkun barna og unglinga, sérstaklega á yngstu stigum, og kenna þeim að nota netið á öruggan hátt. Börn þurfa að vita hvers konar efni má birta á netinu og hvaða upplýsingar ætti aldrei að birta. Þau þurfa einnig að vita hvaða afleiðingar það getur haft í framtíðinni ef óæskilegt efni eða myndir af börnum fara í umferð gegn vilja þeirra. Þá þurfa þau að vita hvernig skuli bregðast við ef ókunnugir nálgast þau en erlendir aðilar hafa greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir.

Sjálfsmynd byggð á stafrænum viðbrögðum

Flest öll notum við einhver öpp á degi hverjum. Samfélagsmiðlar eru þar margir fremstir í flokki. Samskipti barna fara að miklu leyti fram á miðlum eins og Facebook, Instagram, WhatsApp, Snapchat og Telegram. Viðbrögðin eru oft og tíðum sett fram með táknmyndum eða tjámerkjum eins og hjarta, broskalli eða þumli, sem lýsa tilfinningum sendanda (e. emojis).

Flestir foreldrar sem reyna að setja mörk um snjalltækjanotkun þekkja viðkvæðið „en vinurinn/vinkonan má þetta“. Almennt er notkun samfélagsmiðla óheimil fyrir börn yngri en 13 ára samkvæmt skilmálum tæknirisa eins og Tik Tok, Snapchat, Instagram, WhatsApp, Kik og annarra miðla. Samkvæmt persónuverndarlögum geta börn einungis samþykkt vinnslu persónuupplýsinga um sig, t.d. í öppum eða í tengslum við aðra rafræna þjónustu, ef þau eru 13 ára eða eldri að undangenginni skýrri og einfaldri fræðslu til þeirra. Ástæðan er m.a. sú að börn og unglingar eru áhrifagjörn og hópþrýstingur á netinu getur haft mikil áhrif t.d. til þátttöku í ýmis konar „áskorunum“ sem spretta reglulega upp á samfélagsmiðlum. Þessar áskoranir hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og jafnvel leitt til banaslysa. Fjöldi viðbragða, fleiri „like“ og meira áhorf á efni sem börn birta hefur mikil áhrif á sjálfsmynd og viðurkenningarþörf barna í mótun.

Frumskógur foreldrastillinga

Til að tryggja öryggi barna á netinu geta foreldrar einnig breytt stillingum á snjalltækjum eða innleitt svokallaðar foreldrastillingar (e. parental controls). Með því að búa til sérstakan notendareikning eða aðgang fyrir barn er hægt að stilla hann í samræmi við aldur og þroska barnsins. Með foreldrastillingum í iOS-stýrikerfi Apple eða Android-stýrikerfi Google er einnig hægt að takmarka skaðlegt efni og innleiða friðhelgisstillingar, setja tímamörk fyrir skjátíma almennt og fyrir einstök öpp, setja upp netsíur fyrir óviðeigandi vefsíður og krefjast samþykkis fyrir niðurhali í appverslunum. Skilmálar og stillingar einstakra smáforrita bjóða einnig upp á foreldrastillingar í sama tilgangi sem stjórna því við hverja börn geta talað og hvers konar efni appið veitir aðgang að.

Það getur verið krefjandi að læra á öpp og snjalltæki sem börn nota. Gott ráð er að prófa öpp sem barnið þitt notar, skoða aldursmörk og virkni þeirra. Eftir því sem börn eldast og þroskast breytist hlutverk foreldra úr því að stjórna miðlanotkun barna sinni yfir í að leiðbeina þeim.

Persónuverndarvalkostir og öryggisstillingar virka best ef þær eru hluti af heildstæðri nálgun foreldra sem kennir börnum hvað sé skynsamlegt og óskynsamlegt að gera á netinu. Börn eiga að sjálfsögðu rétt á friðhelgi einkalífs eins og aðrir og því er mikilvægt að útskýra hvort og eftir atvikum hvernig eftirlit foreldrar hafa með snjalltækjum þeirra og netnotkun.

Persónuvernd á netinu

Það er ekki síður mikilvægt að tryggja persónuvernd barna á netinu. Börn frá 8 ára aldri deila upplýsingum um heimilisfang sitt, símanúmer og jafnvel lykilorðum á netinu, ásamt myndum eða myndböndum sem sína ferðir þeirra, staðsetningu og venjur. Þátttaka barna í netvæddum heimi gerir það að verkum að persónuupplýsingum þeirra er deilt með fjölmörgum aðilum. Netnotkun er bæði að verða aðgengilegri og mun persónulegri en áður var. Landsbankinn hefur sett sér skýra persónuverndarstefnu fyrir alla viðskiptavini. Þar að auki hefur bankinn birt sérstaka fræðslu um persónuvernd fyrir unga viðskiptavini sem er auðlesin og til þess fallin að upplýsa unga viðskiptavini um meðferð persónuupplýsinga þeirra hjá bankanum.

Heimili og skóli og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, hafa gefið út handbókina Börn og miðlanotkun en hún er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Á vefsíðu SAFT má einnig finna mikinn fróðleik og netheilhræði fyrir börn og foreldra, m.a. um ung börn og snjalltæki, námsefni, bækur og æfingar fyrir ólíka aldurshópa sem kenna börnum að fara varlega á netinu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur