Fjár­fest­um í fram­tíð­inni

Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Ekki að ástæðulausu, þar sem rannsóknir sýna fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma.
31. maí 2021

Ábyrgar fjárfestingar eru fjárfestingaraðferðir sem taka mið af umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS-þáttum) fyrirtækja við fjárfestingarákvarðanir með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Sífellt fleiri fjárfestar hafa tileinkað sér þessa aðferðafræði með því að bæta þessum viðbótarupplýsingum við fjárfestingarákvarðanir.

Fjárfestar geta í krafti fjármagnsins haft mikil áhrif og þess vegna er mikilvægt að þessum áhrifum sé beitt með ábyrgum hætti.

Staðan í heiminum

Á alþjóðavísu hefur fjárfestum sem setja sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Alþjóðasamtökin PRI (Principles for Responsible Investment) eru samtök fjárfesta sem vinna í sameiningu að því að innleiða tiltekin grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar og njóta til þess stuðnings Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Samtökin voru stofnuð árið 2005 fyrir tilstuðlan Kofi Annan, þáverandi aðalritara SÞ, þegar hann bauð hópi stofnanafjárfesta að taka þátt í að þróa grunnstoðir ábyrgra fjárfestinga.

Stofnaðilar voru 100 talsins. Í dag eru aðildarfélagar rúmlega 3.000, þar á meðal 12 hér á landi, og fara alls með um 23 trilljónir Bandaríkjadala í eignum í stýringu.

Aðildarfélagar PRI skuldbinda sig til að taka mið af umhverfismálum, félagslegri uppbyggingu og stjórnarháttum fyrirtækja við mat á fjárfestingarkostum.

Meginreglur PRI:

  1. Við munum innleiða UFS-þætti í fjárfestingargreiningar og ákvörðunartöku.
  2. Við ætlum að vera virkur eigandi sem tekur tillit til UFS bæði í eigendastefnum og í verki.
  3. Við munum kalla eftir viðeigandi upplýsingagjöf um UFS frá aðilum sem við fjárfestum í.
  4. Við munum beita okkur fyrir viðurkenningu á og innleiðingu þessara meginreglna í fjárfestingarstarfsemi.
  5. Við munum vinna saman að því að efla árangur við innleiðingu meginreglnanna.
  6. Við skilum öll skýrslum um starfsemi okkar og upplýsum um árangur við innleiðingu meginreglnanna.

PRI fer fram á árlega skýrslu frá aðildarfélögum þar sem gerðar eru vissar framvindukröfur. Ef aðili sýnir ekki framþróun yfir tveggja ára tímabil getur PRI sagt aðildinni upp. Með þessum hætti vilja samtökin fyrirbyggja svokallaðan grænþvott.

Staðan hér heima

Lagaákvæði um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða tóku gildi um mitt ár 2017 í tengslum við heildarendurskoðun lagaákvæða um fjárfestingarstarfsemi sjóðanna. Þar segir að lífeyrissjóður skuli setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum.

Túlkun þessa ákvæðis hefur verið á þann veg að stefna um ábyrgar fjárfestingar sé leiðarljósið. Innlendir fagfjárfestar hafa í auknum mæli sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar og aukið þekkingu sína í málaflokknum.

Í dag eru starfrækt innlend samtök um ábyrgar fjárfestingar, IcelandSIF (SIF stendur fyrir sustainable investment forum). Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræðu um málefnið. Samtökin voru stofnuð 13. nóvember 2017 og eru aðildarfélög 36 talsins og fara fyrir um 7.000 milljörðum króna í stýringu.

Sjálfbærni í Landsbankanum og Landsbréfum

Landsbankinn og Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, sem stýra fyrir hönd sinna viðskiptavina rúmum 600 milljörðum króna, settu sér stefnu í ábyrgum fjárfestingum árið 2013. Stefnan var sett með hliðsjón af meginreglum PRI en Landsbankinn gerðist aðili að samtökunum sama ár.

Landsbankinn vildi með þessu sýna vilja sinn til að vera í fararbroddi hvað varðar ábyrgar fjárfestingar enda er það mat bankans að slík viðmið hafi jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dragi úr rekstraráhættu.

Starfshættir bankans og Landsbréfa í ábyrgum fjárfestingum byggja á eftirfarandi aðferðafræði:

  • Virkum samræðum.
  • Samþættingu umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta við greiningar og fjárfestingarákvarðanir.
  • UFS-áhættumati á fjárfestingarkostum.
  • Neikvæðri skimun í undantekningartilvikum.

Auk þess að hafa bætt UFS-þáttum við sjálft fjárfestingarferlið er einnig byggt á greiningum frá innlendum og erlendum þjónustuveitendum.

Nánar um sjálfbæran sparnað

Samstarf við Reitun

Hér á landi hefur gengið vel að innleiða þessi mikilvægu vinnubrögð. Stórt skref var stigið þegar byrjað var að bjóða upp á greiningar á UFS-áhættu íslenskra fyrirtækja. Landsbankinn og Landsbréf hafa á undanförnum árum byggt upp samstarf við fyrirtækið Reitun sem nú hefur lokið greiningu á meirihluta innlendra eigna í stýringu hjá Landsbankanum og Landsbréfum. Varðandi erlendar fjárfestingar byggjum við að mestu á greiningum frá MSCI og Morningstar.

Nýr fjárfestingarsjóður, Landsbréf - Eignadreifing sjálfbær

Landsbréf eru eitt stærsta sjóða- og eignastýringarfyrirtæki landsins og hlutverk þess er fyrst og fremst að hámarka ávöxtun sjóðfélaga, miðað við fyrirfram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Sjálfbærni kemur til skoðunar við allar fjárfestingarákvarðanir hjá Landsbréfum en með nýjum sjóði, sem mun eingöngu fjárfesta í fjármálagerningum sem eru gefnir út af aðilum sem skara fram úr á sviði ábyrgra fjárfestinga, leggjum við enn meiri áherslu á þennan málaflokk. Sjóðurinn nefnist Eignadreifing sjálfbær. Um er að ræða blandaðan sjóð sem fjárfestir bæði erlendis og innanlands. Við ákvarðanir um fjárfestingar er stuðst við UFS-greiningar og skulu útgefendur standast lágmarksviðmið sjóðsins á sviði sjálfbærni. Með því að gera slíkar kröfur geta viðskiptavinir Landsbankans og Landsbréfa tekið betur upplýstar ákvarðanir um sjálfbærnimál fyrirtækja og beint fjármagni í fjárfestingar sem sannarlega stuðla að sjálfbærni, án þess að slaka á kröfum um góða ávöxtun.

Nánar um sjóðinn

Landsbankinn þinn samstarfsaðili til sjálfbærrar framtíðar

Landsbankinn tekur sjálfbærnimál alvarlega. Við erum mjög stolt af því að samkvæmt nýju UFS-mati alþjóðlega greiningarfyrirtækisins Sustainalytics er Landsbankinn í 1. sæti af 423 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu. Ekki skemmir fyrir að nú er í boði ný vara, Eignadreifing sjálfbær, þar sem fjárfestar geta tekið beinan þátt í þessari vegferð með okkur. Landsbankinn og Landsbréf munu á næstu misserum halda áfram að kynna til sögunnar vörur sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Það er Landsbanki nýrra tíma!

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Viðskipti með sjóði geta verið áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum.

Áhugasamir fjárfestar eru því hvattir til að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem ákvörðun þeirra um fjárfestingu byggir á og leita óháðrar ráðgjafar þar um, þ.m.t. um skattaleg atriði sem kunna að snerta fjárfestinguna.

Athygli er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim en þar eru að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, s.s. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Þá má finna almennar upplýsingar um áhættuþætti vegna fjárfestinga í sjóðum í áhættulýsingu Landsbankans vegna viðskipta með fjármálagerninga sem aðgengileg er hér til hliðar.

Útboðslýsingu, lykilupplýsingar, og aðrar upplýsingar um sjóði Landsbréfa má nálgast undir nafni viðkomandi sjóðs hér.

Þú gætir einnig haft áhuga á
13. nóv. 2018
Græn skuldabréf: Fjárfest í grænni framtíð
Hvað eru græn skuldabréf og af hverju hefur útgáfa og áhugi á þeim stóraukist á undanförnum árum? Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og Sigrún Guðnadóttir sérfræðingur hjá Mörkuðum Landsbankans, fjalla um græn skuldabréf og tækifærin og ágóðann sem í þeim felast.
Vindmyllur í Búrfellslundi.
2. mars 2021
Græn fjármögnun er allra hagur
Hjá Landsbankanum hefur um árabil verið lögð áhersla á sjálfbærni. Undanfarið hafa stór skref verið tekin í grænni fjármögnun bankans og starfsemi síðasta árs hefur fengið alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun.
Fjöll
27. jan. 2021
Ný fjármálaumgjörð vegvísir að sjálfbærri framtíð
Bankar víða um heim gefa í síauknum mæli út svokallaðar sjálfbærar fjármálaumgjarðir sem stýra fjármagni í átt að sjálfbærum verkefnum og skilgreina sjálfbær verkefni. Landsbankinn hefur nú bæst í hópinn og gefið út sjálfbæra fjármálaumgjörð í fyrsta sinn. En hvers vegna og hvað þýðingu hefur þessi útgáfa?
5. nóv. 2020
Loksins skýrar leikreglur: Ný sjálfbærniviðmið Evrópusambandsins
Undanfarin ár hefur verið þrýst á fjármagnsmarkaði að beina fjármagni í verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð. Samræmdar reglur og viðmið hefur hins vegar skort. Nýtt flokkunarkerfi Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála samræmir verklag og setur sjálfbærniviðmið sem fjármagnsmarkaðir geta stuðst við til að ná markmiðum í loftslagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur