Hvern­ig get ég var­ist korta­svik­um?

Það er mjög mikilvægt að lesa vandlega öll skilaboð sem koma frá bankanum þínum, kortafyrirtækjum, þjónustuaðilum eða verslunum áður en þú gefur upp greiðsluupplýsingar eða samþykkir greiðslu. Með því að fara vandlega yfir skilaboðin getur þú dregið verulega úr hættunni á að verða þolandi kortasvika.
Netöryggi
4. nóvember 2021 - Landsbankinn

Besta leiðin til að verjast kortasvikum er að fara varlega, beita heilbrigðri skynsemi og taka öllum óvæntum skilaboðum með miklum fyrirvara.

Lestu SMS-skilaboð vandlega

Allir korthafar sem eru með Visa-greiðslukort eru skráðir í þjónustuna Visa Secure. Það þýðir að þegar þú notar greiðslukortið þitt hjá vefverslunum sem eru með merkið Verified by Visa færð þú sent SMS-skilaboð með einnota lykilorði (e. secure code).

Í skilaboðunum koma einnig fram upplýsingar um upphæð greiðslunnar, gjaldmiðil og nafn söluaðila. Þetta lykilorð þarftu síðan að slá inn í símann eða tölvuna til að staðfesta greiðsluna því annars verður hún ekki framkvæmd.

Þegar þú slærð inn einnota lykilorðið staðfestir þú greiðslu sem byggir á þeim upplýsingum sem koma fram í SMS-skilaboðunum, ekki þeim upplýsingum sem koma fram á sölusíðunni á netinu, því það gæti verið svikasíða. Þess vegna er mjög mikilvægt að lesa SMS-skilaboðin vandlega. Athugaðu sérstaklega hvort upphæðin sé í réttum gjaldmiðli og að söluaðili sé sá sem þú vildir eiga viðskipti við.

Ef þú færð SMS með einnota lykilorði en þú ert ekki að nota kortið vegna netverslunar skaltu alls ekki slá inn eða gefa upp lykilorðið.

Hægt að vakta kortin og fá send SMS

Í Landsbankaappinu er hægt að stilla kreditkort og fyrirframgreidd kort þannig að þú fáir skilaboð ef tekið er út af kortinu þínu án þess að kortið sjálft hafi verið afhent, t.d. þegar verslað er á netinu.

Þetta gerir þú með því að velja „Kort“ í appinu. Síðan ýtir þú á punktana þrjá sem eru fyrir neðan myndina af kortinu, síðan á „Samskipti“ og loks á „Úttekt án korts“.

Skjáskot úr appi

Við hvetjum þig til að fylgjast reglulega með úttektum á kortunum þínum og láta okkur strax vita ef eitthvað óvenjulegt hefur átt sér stað.

Fyrir debetkort er hægt að stilla vöktun á viðkomandi reikning og fá sent SMS t.d. þegar upphæð sem tekin er út af reikningnum fer yfir tiltekna fjárhæð.

Fleiri ráð til að verjast korta- og netsvikum:

  • Farðu mjög varlega þegar þú færð tölvupóst eða SMS-skilaboð sem innihalda hlekki.
  • Ef þú áttir ekki von á skilaboðum frá viðkomandi aðila skaltu fara sérstaklega varlega. Ertu alveg viss um að skilaboðin séu ekki svikaboð?
  • Fölsk smáskilaboð eða tölvupóstar geta verið afar sannfærandi í útliti. Textinn getur líka verið villulaus og á góðri íslensku (eða öðru tungumáli).
  • Algeng leið til svika er að afrita raunverulegar vefsíður, t.d. netbanka. Svikasíðurnar geta litið nákvæmlega eins út og raunverulegar síður.
  • Ef þú hefur smellt á hlekk sem færir þig yfir á vefsíðu eða app skaltu aldrei gefa upp aðgangsupplýsingar að netbanka, kreditkortaupplýsingar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Þú skalt frekar fara inn á vefsíðu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar eftir venjulegum leiðum og skrá þig inn þar.
  • Bankar senda þér aldrei hlekki sem leiða inn á netbanka eða app þar sem þú þarft að skrá þig inn.
  • Bankar hafa aldrei samband að fyrra bragði, t.d. með því að senda skilaboð, og biðja þig um að slá inn aðgangsupplýsingar að netbankanum, kreditkortanúmer eða annað slíkt.
  • Svikarar stunda einnig að hringja í fólk til að blekkja það til að gefa upp kreditkortanúmer, aðgangsupplýsingar að netbönkum eða aðrar slíkar upplýsingar.
  • Ef þú hefur gefið upp notendanafn og lykilorð á falskri síðu er mikilvægt að breyta lykilorðinu þínu strax.

Hvað á ég að gera ef ég verð þolandi svika?

  • Ef þig grunar að þú hafir orðið þolandi svika skaltu hafa samband við viðskiptabankann þinn sem fyrst.
  • Þú getur haft samband við Landsbankann í síma 410 4000, með því að senda okkur tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is og með því að hafa samband á Messenger.
  • Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í appinu. Þú getur líka haft samband við okkur - sjá að ofan.
  • Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000.

Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Öryggi í netverslun
4. nóv. 2022
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
12. apríl 2021
Þekkt vörumerki notuð til að svíkja út peninga
Undanfarið hefur borið meira á tilraunum til svonefndra vörumerkjasvika sem ganga út á að villa um fyrir fólki með gylliboðum í nafni þekktra fyrirtækja og lokka það inn á vefsíður fjársvikara. Nýverið birtust færslur á Facebook með fölsuðum skjámyndum úr íslenskum bankaöppum, í einmitt þessum tilgangi.
Ástarsvik tákn
11. sept. 2020
Brostið hjarta og tómt veski – varist ástarsvik á netinu
Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið.
Skilaboðasvik
2. sept. 2020
Góð ráð um netöryggi í fjarnámi og fjarvinnu
Samhliða því að sífellt fleiri stunda fjarnám eða sinna vinnu að heiman leita netþrjótar að nýjum leiðum til að svindla á fólki. Það má gera ýmislegt til að auka netöryggi heimilisins og treysta varnir gegn óprúttnum aðilum.
4. maí 2018
Þekktu muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum
Líkt og falskir tölvupóstar geta fölsk smáskilaboð verið afar sannfærandi. Þess vegna er mikilvægt að þekkja megineinkenni falskra skilaboða, hvort sem þau koma sem SMS eða með öðrum hætti.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur