Mik­il­væg fyrstu kynni við til­von­andi vinnu­veit­anda

Ferilskráin og kynningarbréfið eru yfirleitt það fyrsta sem tilvonandi vinnuveitandi sér um þig og því er mikilvægt að vanda til verka. Berglind Ingvarsdóttir í mannauðsdeild Landsbankans fer yfir það helsta sem einkennir vel heppnaða starfsumsókn.
Starfsumsókn
17. apríl 2018

Þegar sótt er um starf þurfa tvö skjöl yfirleitt að fylgja umsókninni; ferilskrá og kynningarbréf.

„Ég ráðlegg öllum að leggja metnað í að útbúa skjölin sem fylgja starfsumsókn. Vel gerð ferilskrá og kynningarbréf gefa vísbendingu um hvernig þú sinnir öðrum verkefnum, að þú sért skipulögð og vandvirk. Ef umsóknargögnin eru hroðvirknislega unnin gefa þau allt aðra mynd af þér.“

Ferilskrár og kynningarbréf verða að uppfylla ákveðin skilyrði en það þýðir samt ekki að umsóknargögn þurfi öll að vera steypt í sama mót. „Það getur verið skemmtilegt ef umsóknirnar skera sig úr að einhverju leyti, til dæmis ef augljóst er að metnaður hefur verið lagður í uppsetningu. Mikilvægt er þó að halda þessu snyrtilegu og fara ekki yfir strikið. Einnig er góð regla að fá einhvern til að lesa skjölin yfir, því stafsetningarvillur í umsókn eru afar fráhrindandi,“ segir Berglind.

Vel skipulögð og samfelld ferilskrá

Mælt er með að ferilskrá sé 1-2 blaðsíður og fylgi ákveðnu skipulagi. Fyrri störf, menntun og slíkt á að nefna í öfugri tímaröð, þ.e. byrja á nýjasta starfinu og nýjustu menntuninni. „Í ferilskránni skaltu geta um allt sem skiptir máli. Hún á að sýna samfelldan starfs- og námsferil og þar eiga ekki að vera óútskýrðar eyður. Hafi umsækjandi gert hlé á námi eða eitthvað slíkt getur verið gott að segja frá ástæðunni,“ segir Berglind.

Þá mælir Berglind með því að geta um félagsstörf og áhugamál. Ef umsækjandi er tiltölulega nýkominn á vinnumarkaðinn geta upplýsingar um íþróttaiðkun og tónlistarnám átt vel við. „Tilgangurinn með ferilskránni er að vinnuveitandi geti kynnst umsækjandanum og kostum hans sem best,“ segir Berglind.

Í ferilskrá skulu vera upplýsingar um umsagnaraðila. „Ég mæli með því að umsækjendur láti væntanlega umsagnaraðila vita að mögulega verði leitað til þeirra,“ segir Berglind. „Þá er tryggt að það komi þeim ekki á óvart og eins hafa þeir þá tíma til að rifja upp og móta umsögn sína. Við sjáum stundum, aðallega í umsóknum um sumarstörf, að náin skyldmenni eru tiltekin sem umsagnaraðilar. Slíkt er ekki heppilegt. Það er heldur ekki viðeigandi að fá einhvern annan en umsækjandann sjálfan til að fylgja umsókninni eftir, til dæmis með símtali.“

Draga fram það sem helst á við um starfið

Berglind mælir með því að ferilskráin, jafnt sem kynningarbréfið, séu sniðin að starfinu sem sótt er um. Þetta á ekki síst við um störf sem krefjast sérfræðiþekkingar. „Dragðu fram þau atriði í ferilskránni sem hafa sérstakt gildi fyrir það starf sem þú ert að sækja um, til dæmis hvað það er í námi þínu sem undirbjó þig fyrir starfið og hvaða reynsla og verkefni á fyrri vinnustöðum nýtist sérstaklega vel.“

Myndin þarf að vera viðeigandi

Hér á landi hefur tíðkast að láta mynd fylgja umsókn og ferilskrá. „Myndin þarf að vera viðeigandi fyrir starfið sem sótt er um og yfirleitt fer best á því að senda passamynd. Ekki nota mynd sem var tekin á djamminu, þegar þú ert nýkomin í mark eftir langhlaup eða í álíka aðstæðum,“ segir Berglind.

Lýsandi kynningarbréf

Gott kynningarbréf er ekki síður mikilvægt en góð ferilskrá. Yfirleitt dugir hálf til ein blaðsíða. „Í kynningarbréfinu getur þú fjallað með ítarlegri hætti en í ferilskránni um hvers vegna þú hefur áhuga á starfinu og hvað það er í menntun þinni, reynslu og bakgrunni sem gerir það að verkum að þú sért rétta manneskjan í starfið. Þú getur notað kynningarbréfið til að máta þig við starfið og meðal annars byggt á upplýsingum í auglýsingunni um hvernig þú uppfyllir allar hæfniskröfur. Í bréfinu getur þú farið dýpra ofan í einstök atriði en í ferliskránni, allt eftir því hvað við á hverju sinni,“ segir Berglind.

Að sjálfsögðu þarf að gæta vel að frágangi og láta lesa bréfið yfir líkt og ferilskrána. „Þegar verið er að sækja um mörg störf í mörgum fyrirtækjum er meiri hætta á villum. Við höfum til dæmis stundum fengið umsóknir þar sem umsækjendur segjast hafa mikinn áhuga á að starfa hjá einhverju allt öðru fyrirtæki en okkar,“ segir Berglind. Hún bendir einnig á að á netinu eru fjölmargar síður þar sem sjá má fyrirmyndir að umsóknum og kynningarbréfum og að sjálfsagt sé að skoða þær vel.

Sjá einnig grein um átta góðar ábendingar fyrir atvinnuviðtalið.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Grafarholt
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur