Mik­il­væg fyrstu kynni við til­von­andi vinnu­veit­anda

Ferilskráin og kynningarbréfið eru yfirleitt það fyrsta sem tilvonandi vinnuveitandi sér um þig og því er mikilvægt að vanda til verka. Berglind Ingvarsdóttir í mannauðsdeild Landsbankans fer yfir það helsta sem einkennir vel heppnaða starfsumsókn.
Starfsumsókn
17. apríl 2018

Þegar sótt er um starf þurfa tvö skjöl yfirleitt að fylgja umsókninni; ferilskrá og kynningarbréf.

„Ég ráðlegg öllum að leggja metnað í að útbúa skjölin sem fylgja starfsumsókn. Vel gerð ferilskrá og kynningarbréf gefa vísbendingu um hvernig þú sinnir öðrum verkefnum, að þú sért skipulögð og vandvirk. Ef umsóknargögnin eru hroðvirknislega unnin gefa þau allt aðra mynd af þér.“

Ferilskrár og kynningarbréf verða að uppfylla ákveðin skilyrði en það þýðir samt ekki að umsóknargögn þurfi öll að vera steypt í sama mót. „Það getur verið skemmtilegt ef umsóknirnar skera sig úr að einhverju leyti, til dæmis ef augljóst er að metnaður hefur verið lagður í uppsetningu. Mikilvægt er þó að halda þessu snyrtilegu og fara ekki yfir strikið. Einnig er góð regla að fá einhvern til að lesa skjölin yfir, því stafsetningarvillur í umsókn eru afar fráhrindandi,“ segir Berglind.

Vel skipulögð og samfelld ferilskrá

Mælt er með að ferilskrá sé 1-2 blaðsíður og fylgi ákveðnu skipulagi. Fyrri störf, menntun og slíkt á að nefna í öfugri tímaröð, þ.e. byrja á nýjasta starfinu og nýjustu menntuninni. „Í ferilskránni skaltu geta um allt sem skiptir máli. Hún á að sýna samfelldan starfs- og námsferil og þar eiga ekki að vera óútskýrðar eyður. Hafi umsækjandi gert hlé á námi eða eitthvað slíkt getur verið gott að segja frá ástæðunni,“ segir Berglind.

Þá mælir Berglind með því að geta um félagsstörf og áhugamál. Ef umsækjandi er tiltölulega nýkominn á vinnumarkaðinn geta upplýsingar um íþróttaiðkun og tónlistarnám átt vel við. „Tilgangurinn með ferilskránni er að vinnuveitandi geti kynnst umsækjandanum og kostum hans sem best,“ segir Berglind.

Í ferilskrá skulu vera upplýsingar um umsagnaraðila. „Ég mæli með því að umsækjendur láti væntanlega umsagnaraðila vita að mögulega verði leitað til þeirra,“ segir Berglind. „Þá er tryggt að það komi þeim ekki á óvart og eins hafa þeir þá tíma til að rifja upp og móta umsögn sína. Við sjáum stundum, aðallega í umsóknum um sumarstörf, að náin skyldmenni eru tiltekin sem umsagnaraðilar. Slíkt er ekki heppilegt. Það er heldur ekki viðeigandi að fá einhvern annan en umsækjandann sjálfan til að fylgja umsókninni eftir, til dæmis með símtali.“

Draga fram það sem helst á við um starfið

Berglind mælir með því að ferilskráin, jafnt sem kynningarbréfið, séu sniðin að starfinu sem sótt er um. Þetta á ekki síst við um störf sem krefjast sérfræðiþekkingar. „Dragðu fram þau atriði í ferilskránni sem hafa sérstakt gildi fyrir það starf sem þú ert að sækja um, til dæmis hvað það er í námi þínu sem undirbjó þig fyrir starfið og hvaða reynsla og verkefni á fyrri vinnustöðum nýtist sérstaklega vel.“

Myndin þarf að vera viðeigandi

Hér á landi hefur tíðkast að láta mynd fylgja umsókn og ferilskrá. „Myndin þarf að vera viðeigandi fyrir starfið sem sótt er um og yfirleitt fer best á því að senda passamynd. Ekki nota mynd sem var tekin á djamminu, þegar þú ert nýkomin í mark eftir langhlaup eða í álíka aðstæðum,“ segir Berglind.

Lýsandi kynningarbréf

Gott kynningarbréf er ekki síður mikilvægt en góð ferilskrá. Yfirleitt dugir hálf til ein blaðsíða. „Í kynningarbréfinu getur þú fjallað með ítarlegri hætti en í ferilskránni um hvers vegna þú hefur áhuga á starfinu og hvað það er í menntun þinni, reynslu og bakgrunni sem gerir það að verkum að þú sért rétta manneskjan í starfið. Þú getur notað kynningarbréfið til að máta þig við starfið og meðal annars byggt á upplýsingum í auglýsingunni um hvernig þú uppfyllir allar hæfniskröfur. Í bréfinu getur þú farið dýpra ofan í einstök atriði en í ferliskránni, allt eftir því hvað við á hverju sinni,“ segir Berglind.

Að sjálfsögðu þarf að gæta vel að frágangi og láta lesa bréfið yfir líkt og ferilskrána. „Þegar verið er að sækja um mörg störf í mörgum fyrirtækjum er meiri hætta á villum. Við höfum til dæmis stundum fengið umsóknir þar sem umsækjendur segjast hafa mikinn áhuga á að starfa hjá einhverju allt öðru fyrirtæki en okkar,“ segir Berglind. Hún bendir einnig á að á netinu eru fjölmargar síður þar sem sjá má fyrirmyndir að umsóknum og kynningarbréfum og að sjálfsagt sé að skoða þær vel.

Sjá einnig grein um átta góðar ábendingar fyrir atvinnuviðtalið.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur