Hvernig get ég stuðl­að að góðu láns­hæf­is­mati?

Áður en einstaklingar geta tekið lán þarf að liggja fyrir lánshæfismat sem segir til um hvort og hversu líklegt það er að þeir lendi í vanskilum í náinni framtíð. En hvernig má stuðla að góðu lánshæfismati?
Hafnarfjörður
4. september 2018

Samkvæmt lögum um neytendalán er bönkum og öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á lánaviðskipti skylt að meta lánshæfi tilvonandi lántaka eða að láta aðra aðila framkvæma matið fyrir sig. Landsbankinn metur reglulega lánshæfi lánþega bankans með sjálfvirkum hætti og er mikill meirihluti þeirra með gott lánshæfi. Reglubundið mat bankans á lánshæfi viðskiptavina dregur úr útlánaáhættu bankans og fyrirbyggir um leið að óhófleg skuldsetning verði myllusteinn um háls viðskiptavina. Rétt er að taka fram að lánshæfismat er ekki greiðslumat og segir ekki til um hversu mikið einstaklingur getur greitt af láni.

Gott lánshæfismat er m.a. forsenda þess að fólk geti sjálft stillt yfirdráttinn, skipt kreditkortareikningum í appi eða netbanka eða tekið lán á netinu. Gott lánshæfismat leiðir þannig til betri og aðgengilegri þjónustu.

Framkvæmd lánshæfismats

Lánshæfismat Landsbankans byggist á gögnum um viðskiptavini, m.a. um viðskiptasögu og yfirlit yfir fjárhagslegar skuldbindingar. Matið samanstendur af lánshæfiseinkunn, frá 0 upp í 10, og fjórum litaflokkum; grænum, gulum, appelsínugulum og rauðum. Grænn gefur til kynna að engar vísbendingar séu um versnandi fjárhagsstöðu, gulur að vísbendingar séu til staðar um versnandi fjárhagstöðu, appelsínugulur að lánþegi sé eða hafi verið í alvarlegum vanskilum og rauður að lánþegi sé í alvarlegum vanskilum. Best er að vera með háa einkunn og í grænum litaflokki en lakast að vera með lága einkunn og í rauðum litaflokki.

Ekki lenda í vanskilum að óþörfu

Vanskil geta haft neikvæð áhrif á lánshæfismatið. Í mörgum tilfellum lendir fólk í vanskilum algjörlega að óþörfu, s.s. vegna andvaraleysis eða vegna þess að það hreinlega gleymir að borga reikninga á réttum tíma.

Ýmislegt er hægt að gera til að koma í veg fyrir óþarfa vanskil. Til dæmis er hægt að setja reikninga sem berast reglulega (afborganir af lánum, rafmagnsreikninga o.s.frv.) í beingreiðslu en slíkt er einfalt að gera í netbanka eða appi. Reikninga má einnig greiða með kreditkorti og yfirleitt er hægt að ganga frá slíkri „áskrift“ á vefsíðum þeirra fyrirtækja sem gefa reikningana út. Launafólk sem fær útborgað um miðjan mánuð, t.d. 15. dag hvers mánaðar, getur óskað eftir að gjalddagar lána taki mið af útborgunardegi. Þá nýta margir sér greiðsluþjónustu til að jafna mánaðarlegar sveiflur í útgjöldum heimilisins. Þessi einföldu ráð stuðla að því að reikningar séu greiddir á réttum tíma sem bætir lánshæfismat viðskiptavina.

Hafðu samband ef þú lendir í erfiðleikum

Hversu vel sem fólk skipuleggur sín fjármál geta tímabundnir erfiðleikar, svo sem atvinnumissir eða veikindi, haft afdrifarík áhrif á fjárhaginn. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að gera ráðstafanir, t.d. að óska eftir breytingum á afborgunum lána eða jafnvel að draga úr skuldsetningu með sölu eigna ef líklegt er að erfiðleikar verði langvarandi.

Tímabundin vanskil og greiðsluerfiðleikar hafa ekki langvarandi áhrif á lánshæfismatið. Um leið og fjárhagsstaðan batnar hækkar lánshæfismatið. Og þótt fólk gleymi einstaka sinnum að greiða reikning á réttum tíma leiðir slíkt ekki umsvifalaust til þess að lánshæfið lækki.

Almennt má segja að hófleg skuldsetning, ráðdeild í fjármálum og sparnaður hafi mjög jákvæð áhrif á lánshæfismat. Vanskil hafa á hinn bóginn mjög neikvæð áhrif á lánshæfismat. Gullna reglan um að eyða ekki meiru en aflað er á vel við hér.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur