Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Ann­að hvort eru fjár­mál­in í lagi eða þau eru það alls ekki

Ungt fólk ræðir mikið við mig um fjármál í starfi mínu sem fjármálaráðgjafi hjá Landsbankanum. Erindin eru auðvitað af ýmsum toga. Sumir hafa lent í fjárhagsvandræðum og vilja aðstoð, aðrir vilja ræða um sparnað eða um möguleg íbúðarkaup.
Ungt fólk
17. nóvember 2016 - Vigdís Gunnarsdóttir

Mín reynsla er sú að ungt fólk skiptist nánast alfarið í tvo flokka – annað hvort eru fjármálin í lagi eða þau eru alls ekki í lagi. Þegar ég segi að fjármálin séu í lagi þýðir það ekki endilega að fólk eigi fullt af peningum. Ungt fólk hefur gjarnan fremur lítið á milli handanna, enda er það oft í námi og á eftir að koma undir sig fótunum fjárhagslega. En það er ekki það sama og að segja að fjármálin séu í ólestri. Ég ræði t.d. við marga sem eru á leigumarkaðnum og þau eiga það flest sameiginlegt að búa við fremur þröngan fjárhag, enda er leiguverð orðið óheyrilega hátt, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Þau geta engu að síður haft góða yfirsýn og góða stjórn á sínum fjármálum. Sumum tekst jafnvel, oft með töluverðri útsjónarsemi, að leggja fé fyrir.

Leyfum ungmennum að taka ábyrgð á sínum fjármálum

Þegar 18 ára aldri er náð er fólk fjárráða. Frá og með þeim aldri ber fólk ábyrgð á sínum eigin fjármálum. Það er afar mikilvægt að foreldrar undirbúi börnin sín vel fyrir þessi tímamót og kenni þeim á fjármálin. Foreldrar eiga ekki að vasast um of í fjármálum barna sinna, heldur leyfa þeim að spreyta sig og axla ábyrgð. Börn sem eru vön því að foreldrar skammti þeim vasapening, sjái um allar færslur í netbankanum, geri fyrir þau skattskýrslu o.s.frv. eru ekki sérlega vel undir það búin að þurfa skyndilega að sjá sjálf um eigin fjármál. Ég stofnaði sparnaðarreikning fyrir börnin mín þegar þau voru 8-9 ára gömul og leyfði þeim að fylgjast með og sjá hvernig þeim gekk að safna. Þeim fannst frábært að geta séð sjóðinn stækka þar til þau höfðu náð að safna sér fyrir því sem þau langaði til að kaupa. Þannig lærðu þau mikilvægar lexíur um fjármál.

Samtök fjármálafyrirtækja hafa undanfarið staðið fyrir fjármálafræðslu undir merkjum Fjármálavits og þar má finna mörg góð fjármálaráð.

Algeng mistök í fjármálum

Í minni ráðgjöf ræði ég við ungt fólk um ýmislegt sem getur komið upp á varðandi fjármál. Miðað við mína reynslu er eftirfarandi algengustu mistökin sem ungt fólk gerir í fjármálum:

  • Neyslan er ekki í samræmi við tekjurnar. Er t.d. hægt að smyrja nesti í skólann og hella upp á kaffibrúsann, fremur en að kaupa tilbúnar máltíðir og kaffibolla?
  • Fresta því að takast á við vandann.
  • Smálán. Þeir sem eru í fjárhagsvandræðum freistast stundum til að taka smálán. Taka svo önnur smálán til að greiða þau gömlu. Yfirdráttarvextir eru vissulega háir en þeir komast ekki í hálfkvisti við kostnaðinn við að taka smálán.
  • Leggja ekki fyrir.
  • Huga ekki að viðbótarlífeyrissparnaði. Þessi tegund sparnaðar er ein sú hagkvæmasta sem völ er á, enda leggur atvinnurekandi til fé á móti.

Hægt að snúa við blaðinu á stuttum tíma

Það veitir mér mikla ánægju í starfi mínu að hitta ungt fólk og veita þeim ráðgjöf og upplýsingar sem hjálpar þeim að takast á við sín fjármál. Ég man t.a.m. vel eftir ungri konu sem kom til mín í fyrra. Hún var í dálitlu veseni með sín fjármál og ákvað að fylgja áætlun sem fólst í stuttu máli í því að hún greiddi niður skuldir og lagði um 10.000 krónur fyrir á mánuði. Eftir nokkra mánuði var staðan orðin allt önnur og betri og unga konan var afskaplega ánægð með að sér skyldi hafa tekist að sparast nokkra tugi þúsunda á stuttum tíma. Fjármál þurfa ekki að vera flókin.

Vigdís Gunnarsdóttir er sérfræðingur í einstaklingsþjónustu hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?