Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í mars.
- Á miðvikudag heldur Eik aðalfund.
Mynd vikunnar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf í byrjun apríl út verðbólgu- og hagvaxtarspá fyrir flest lönd heimsins. Sjóðurinn segir að eftir myndarlegan hagvöxt 2017 og á fyrri hluta 2018 hafi alþjóðahagkerfið róast verulega á seinni hluta síðasta árs. AGS lækkaði spá sína um hagvöxt á í helstu viðskiptalöndum okkar og gerir nú ráð fyrir að meðalhagvöxtur í þeim verði 1,8% á þessu ári. Þetta er 0,4 prósentustiga minni vöxtur en sjóðurinn spáði í október á seinasta ári og 0,5 prósentustiga minni vöxtur en sjóðurinn spáði í apríl á seinasta ári.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skráð atvinnuleysi var 3,2% í mars.
- Íbúðalánasjóður birti mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn.
- Reginn birti árshlutareikning.
- Eik hélt aðalfund.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir mars.
- Seðlabankinn birtir útreikninga á raungengi í mars og upplýsingar af millibankamarkaði. með gjaldeyri og millibankamarkað með krónur í mars.
- Hagstofan birti Fjármálareikninga fyrir 2017 og tölur um laus störf á 1. ársf.
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Almenna leigufélagið lauk skuldabréfaútboði, Reykjavíkurborg lauk skuldabréfaútboði, Lykill lauk útboði á nýjum skuldabréfaflokki og Lánamál luku útboði ríkisbréfa.