Rekst­ur hins op­in­bera áfram erf­ið­ur

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.
Alþingi
20. september 2021 - Hagfræðideild

Tekjujöfnuður hins opinbera var neikvæður um 254 ma.kr. á árinu 2020 samanborið við rúmlega 46 ma.kr. halla árið 2019. Afkoma ríkissjóðs er sýnu verri en hjá sveitarfélögunum, eða -27,2% af tekjum samanborið við -6,8% hjá sveitarfélögunum.

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar versnaði afkoma ríkissjóðs verulega á síðasta ári, fór úr -3,5% af tekjum árið 2019 niður í -27,2%. Afkoma sveitarfélaganna hefur hins vegar breyst minna síðustu þrjú ár, var neikvæð um tæplega 5% af tekjum 2018 og 2019 og neikvæð um 6,8% í fyrra. Tekjur ríkissjóðs á föstu verðlagi  drógust saman um 9,6% milli 2019 og 2020 á meðan tekjur sveitarfélaganna jukust um 2,5% milli ára.

Þessi staða ríkissjóðs er ekki alveg ný en halli hefur verið á rekstri ríkissjóðs allt frá upphafi ársins 2019. Það sama gildir um sveitarfélögin sem heilt yfir hafa verið rekin með halla mun lengur. Halli ríkissjóðs jókst hins vegar verulega árið 2020. Hallinn á ríkissjóði á árinu 2019 var að meðaltali 3,5% af tekjum, en var svo 23,1% á fyrsta ársfjórðungi 2020 og 37,5% af tekjum á öðrum, 23,4% á þeim þriðja og 25,5% á þeim fjórða. Staða ríkissjóðs byrjaði í raun að snúast við í upphafi ársins 2019 í tengslum við aukna erfiðleika í ferðaþjónustu og gjaldþrots WOW air. Í fyrra var afkoma ríkissjóðs verst á 2. ársfjórðungi og fór batnandi eftir það. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var hallinn um 18% af tekjum og fór svo upp í tæp 33% á öðrum ársfjórðungi.

Útgjöld ríkissjóðs og sveitarfélaganna breyttust með álíka hætti á árinu 2019, jukust um tæp 4% á föstu verðlagi. Útgjöld ríkissjóðs á föstu verðlagi jukust hins vegar um 11,5% í fyrra á meðan útgjöld sveitarfélaganna jukust um 6,8%. Það er því ljóst að veirufaraldurinn reyndist ríkissjóði mun þyngri í skauti en sveitarfélögunum. Í því sambandi má nefna að útgjöld vegna hlutabótaleiðar námu samtals um 28 mö.kr. á árinu 2020. Útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna almennra atvinnuleysisbóta jukust einnig verulega og fóru úr 23 mö.kr. á árinu 2019 í 54 milljarða á árinu 2020, sem er 136% aukning.

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins vegar aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.

Opinber fjárfesting dróst saman um 3,7% að raunvirði á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 9,1% á árinu 2019. Opinber fjárfesting var einungis 3,7% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en hún hefur að meðaltali verið um 3,9% af VLF frá árinu 2001. Þetta er mun lakari niðurstaða en bæði yfirlýsingar stjórnvalda og samþykktar heimildir hafa gefið kynna.

Aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka neikvæð áhrif af kórónuveirufaraldrinum á stöðu efnahagsmála hafa augljóslega haft mikil áhrif á fjármál hins opinbera. T.d. jukust félagslegar tilfærslur til heimila um tæpan þriðjung á árinu 2020.

Hlutverk hins opinbera í hagstjórn og efnahagslífinu hefur þannig verið stórt á síðustu misserum og verður það áfram á næstu árum. Rekstrarstaða bæði ríkissjóðs og sveitarfélaganna er slæm og hefur hún einkum versnað hjá ríkissjóði sem hefur tekið á sig miklar byrðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá:  Rekstur hins opinbera áfram erfiður

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur