Íslenska krónan veiktist á móti evrunni í apríl, en styrktist gagnvart Bandaríkjadal og sterlingspundi. Í lok mánaðarins stóð evran í 149,6 krónum í samanburði við 148,1 í lok mars og Bandaríkjadalur stóð í 123,8 krónum í samanburði við 126,3 í lok mars.
Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 33,5 ma.kr. (223 m.evra) í apríl. Þar af var hlutdeild SÍ 8,0 ma.kr. (53 m.evra), sem var 24% af heildarveltunni. Auk reglulegrar sölu greip SÍ inn í tvo daga í apríl. Föstudaginn 9. apríl seldi SÍ 11 m.evra umfram reglulega sölu og miðvikudaginn 28. apríl keypti SÍ 9 m.evra. Nettó sala SÍ á gjaldeyri í apríl var 5,3 ma.kr. (35 m. evra).
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Krónan veiktist á móti evrunni í apríl, en styrktist á móti Bandaríkjadal