Hag­sjá: Munu op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar aukast veru­lega á þessu ári?

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting yrði 3,3% af VLF árið 2018 og fari svo hækkandi og verði orðin 3,6-3,8% á árunum 2020-2021. Hagfræðideild hefur talið líklegt að þróunin verði eitthvað hraðari, m.a. vegna mikils pólitísks þrýstings á viðhald og endurnýjun innviða.
6. febrúar 2019

Samantekt

Opinberar fjárfestingar jukust um 23% árið 2017 eftir að hafa nánast staðið í stað næstu tvö ár þar á undan. Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2018 jókst opinber fjárfesting um 11,4% frá sama tímabili árið áður. Hlutur opinberra fjárfestinga af vergri landsframleiðslu (VLF) hækkaði í 3,1% 2017, úr 2,6% árið 2016. Hlutfallið hefur ekki verið hærra frá árinu 2010 þegar það var um 3,2%.

Aukin fjárfesting í innviðum samfélagsins er eitt þeirra mála sem hafa verið efst á dagskrá í samfélaginu á síðustu árum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar munu opinberar fjárfestingar aukast mikið á næstu árum og ná hámarki á árinu 2019. Meðal verkefna sem hafa verið í gangi og stefnt er að eru bygging nýs Landspítala, kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna og á nýrri Vestmannaeyjaferju, uppbygging hjúkrunarheimila og svo er átak í samgöngumálum sífellt á dagskrá.

Sé litið til þróunar fjárfestingar á fyrri hluta 2018 má sjá að fjárfestingar ríkissjóðs drógust saman á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins, en það er að hluta til vegna þess að fjárfestingar ríkissjóðs voru óvenju miklar á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins 2017. Mikill vöxtur hefur hins vegar verið í fjárfestingum sveitarfélaganna á síðustu misserum.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting yrði 3,3% af VLF árið 2018 og fari svo hækkandi og verði orðin 3,6-3,8% á árunum 2020-2021. Hagfræðideild hefur talið líklegt að þróunin verði eitthvað hraðari, bæði vegna mikils pólitísks þrýstings á viðhald og endurnýjun innviða og þess að aukið svigrúm er að myndast til opinberra framkvæmda eftir því sem atvinnuvegafjárfesting dregst saman.

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins eru jafnan haldin í upphafi árs og þar eru kynntar áformaðar fjárfestingar á vegum stærstu aðila á opinberum markaði. Á síðasta útboðsþingi í janúar komu fram upplýsingar sem benda til mikillar aukningar á opinberri fjárfestingu. Á síðustu þremur útboðsþingum þar á undan voru kynnt áform um framkvæmdir upp á 80-90 ma.kr. og meðaltal áranna þriggja var um 86 ma.kr. Á þinginu nú í janúar voru kynnt áform um 128 ma.kr. framkvæmdir í ár, sem er tæplega 50% aukning miðað við meðaltal áforma síðustu þriggja ára.

Tölur Hagstofunnar um opinbera fjárfestingu eru stundum sveiflukenndar milli ársfjórðunga og stundum leiðréttar eftir á. Áform um framkvæmdir kunna einnig að breytast af ýmsum ástæðum og stundum færast verkefni á milli ára. Því er augljóslega ekki um jafnaðarmerki að ræða milli kynningar á útboðsþingi og talna um opinbera fjárfestingu fyrir sama tíma. Á árunum 2016 og 2017 voru áformin meiri en mældist síðar í opinberri fjárfestingu og 2018 verður fjárfestingin hugsanlega meiri en áformin. Áformin fyrir 2019 eru hins vegar svo mikil að líklegt er að töluvert stökk verði í opinberri fjárfestingu milli 2018 og 2019.

Í síðustu spá Hagfræðideildar var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting ykist um 18% að raunvirði í fyrra, um 10% bæði árin 2019 og 2020 og 5% 2021. Það hefði þýtt að opinber fjárfesting færi yfir 4% af VLF á árinu 2020, en hún var að meðaltali 4,5% á árunum 1998-2008 og 3,1% af VLF á árunum 2008-2017. Ekki er ólíklegt að spá deildarinnar breytist við endurskoðun í maí 2019.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Munu opinberar fjárfestingar aukast verulega á þessu ári? (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur