Hag­sjá: Munu op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar aukast veru­lega á þessu ári?

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting yrði 3,3% af VLF árið 2018 og fari svo hækkandi og verði orðin 3,6-3,8% á árunum 2020-2021. Hagfræðideild hefur talið líklegt að þróunin verði eitthvað hraðari, m.a. vegna mikils pólitísks þrýstings á viðhald og endurnýjun innviða.
6. febrúar 2019

Samantekt

Opinberar fjárfestingar jukust um 23% árið 2017 eftir að hafa nánast staðið í stað næstu tvö ár þar á undan. Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2018 jókst opinber fjárfesting um 11,4% frá sama tímabili árið áður. Hlutur opinberra fjárfestinga af vergri landsframleiðslu (VLF) hækkaði í 3,1% 2017, úr 2,6% árið 2016. Hlutfallið hefur ekki verið hærra frá árinu 2010 þegar það var um 3,2%.

Aukin fjárfesting í innviðum samfélagsins er eitt þeirra mála sem hafa verið efst á dagskrá í samfélaginu á síðustu árum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar munu opinberar fjárfestingar aukast mikið á næstu árum og ná hámarki á árinu 2019. Meðal verkefna sem hafa verið í gangi og stefnt er að eru bygging nýs Landspítala, kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna og á nýrri Vestmannaeyjaferju, uppbygging hjúkrunarheimila og svo er átak í samgöngumálum sífellt á dagskrá.

Sé litið til þróunar fjárfestingar á fyrri hluta 2018 má sjá að fjárfestingar ríkissjóðs drógust saman á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins, en það er að hluta til vegna þess að fjárfestingar ríkissjóðs voru óvenju miklar á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins 2017. Mikill vöxtur hefur hins vegar verið í fjárfestingum sveitarfélaganna á síðustu misserum.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting yrði 3,3% af VLF árið 2018 og fari svo hækkandi og verði orðin 3,6-3,8% á árunum 2020-2021. Hagfræðideild hefur talið líklegt að þróunin verði eitthvað hraðari, bæði vegna mikils pólitísks þrýstings á viðhald og endurnýjun innviða og þess að aukið svigrúm er að myndast til opinberra framkvæmda eftir því sem atvinnuvegafjárfesting dregst saman.

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins eru jafnan haldin í upphafi árs og þar eru kynntar áformaðar fjárfestingar á vegum stærstu aðila á opinberum markaði. Á síðasta útboðsþingi í janúar komu fram upplýsingar sem benda til mikillar aukningar á opinberri fjárfestingu. Á síðustu þremur útboðsþingum þar á undan voru kynnt áform um framkvæmdir upp á 80-90 ma.kr. og meðaltal áranna þriggja var um 86 ma.kr. Á þinginu nú í janúar voru kynnt áform um 128 ma.kr. framkvæmdir í ár, sem er tæplega 50% aukning miðað við meðaltal áforma síðustu þriggja ára.

Tölur Hagstofunnar um opinbera fjárfestingu eru stundum sveiflukenndar milli ársfjórðunga og stundum leiðréttar eftir á. Áform um framkvæmdir kunna einnig að breytast af ýmsum ástæðum og stundum færast verkefni á milli ára. Því er augljóslega ekki um jafnaðarmerki að ræða milli kynningar á útboðsþingi og talna um opinbera fjárfestingu fyrir sama tíma. Á árunum 2016 og 2017 voru áformin meiri en mældist síðar í opinberri fjárfestingu og 2018 verður fjárfestingin hugsanlega meiri en áformin. Áformin fyrir 2019 eru hins vegar svo mikil að líklegt er að töluvert stökk verði í opinberri fjárfestingu milli 2018 og 2019.

Í síðustu spá Hagfræðideildar var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting ykist um 18% að raunvirði í fyrra, um 10% bæði árin 2019 og 2020 og 5% 2021. Það hefði þýtt að opinber fjárfesting færi yfir 4% af VLF á árinu 2020, en hún var að meðaltali 4,5% á árunum 1998-2008 og 3,1% af VLF á árunum 2008-2017. Ekki er ólíklegt að spá deildarinnar breytist við endurskoðun í maí 2019.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Munu opinberar fjárfestingar aukast verulega á þessu ári? (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur