Hag­sjá: Leigu- og íbúða­verð þró­ast í takt

Hægari taktur í þróun íbúðaverðs veldur því að íbúða- og leiguverð hækka nú með sama hraða. Leiguverð hefur hækkað um 3,7% á síðustu 12 mánuðum á meðan kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 3,6%.
24. september 2019

Samantekt

Hægari taktur í þróun íbúðaverðs veldur því að íbúða- og leiguverð hækka nú með sama hraða. Leiguverð hefur hækkað um 3,7% á síðustu 12 mánuðum á meðan kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 3,6%.

Samanburður á fermetraverði samkvæmt þinglýstum samningum í ágúst gefur til kynna að fermetraverð tveggja og þriggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist tveggja herbergja íbúð að meðaltali á 3.272 kr. á hvern fermetra og þriggja herbergja íbúð á 2.913 kr. á fermetra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða er að finna á Akureyri, 2.515 kr., og lægsta verð þriggja herbergja íbúða er á Suðurnesjum, 1.754 kr. að meðaltali.

Sé litið á meðalverð fyrir íbúð, þ.e. miðað við meðalstærð og meðalfermetraleiguverð má sjá að þriggja herbergja íbúðir eru dýrastar í Kópavogi á tæplega 225 þús. kr. á mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er leiguverð slíkrar íbúðar á bilinu 185 til 225 þús. kr. á mánuði.

Lægra verð er að finna á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suðurnesjum leigjast þriggja herbergja íbúðir að meðaltali á rúmlega 170 þús. kr. á mánuði og á Suðurlandi og Akureyri er leiguverðið í kringum 160 þús. kr. á mánuði samkvæmt gögnum ágústmánaðar.

Það eru vísbendingar um að leigumarkaður fari stækkandi næstu misseri. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að byggja upp kerfi leiguíbúða fyrir tekju- og eignalága með úthlutun stofnframlaga. Á árunum 2016-2018 var alls 8,5 mö.kr. úthlutað til kaupa eða uppbyggingar á tæplega 1.600 leiguíbúðum og er áætlað að kerfið stækki enn frekar á næstu árum samkvæmt yfirlýsingum í tengslum við undirritun kjarasamninga sl. vor.

Brotthvarf WOW air og þar með fækkun ferðamanna hefur einnig hugsanlega létt á spennu á leigumarkaði. Þeir ferðamenn sem komu hingað til lands með WOW air nýttu sér íbúðagistingu í marktækt meira mæli en ferðamenn annarra flugfélaga. Fækkun þeirra gæti þar með hafa aukið framboð leigueininga ef við gefum okkur að einhver hluti þeirra íbúða sem nýttar voru til útleigu til ferðmanna hafi skilað sér í almenna leigu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Leigu- og íbúðaverð þróast í takt (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur