Hag­sjá: Fjár­mála­áætl­un - stöð­ug­ur kúrs og reynt að fara bil beggja

Sé litið á heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokka á tímabilinu 2017-2023 munu mest útgjöld fara til sjúkrahúsaþjónustu, þar á eftir til málefna aldraðra og svo til málefna tengdum örorku og fötluðum.
17. apríl 2018

Samantekt

Í þeirri fjármálastefnu sem samþykkt var fyrr í vetur og nýrri fjármálaáætlun er greinilega reynt að sigla einhvers konar meðalveg á milli annars vegar mikilla krafna um aukin útgjöld og bólginna kosningaloforða og hins vegar afkomu opinberra fjármála sem svarar kalli laganna um opinber fjármál og kröfu styrkrar hagstjórnar í landinu. Gagnrýni hefur heyrst úr báðum áttum, bæði frá þeim sem finnst vanta meira fé í ákveðna málaflokka og þeim sem telja of geyst farið og að tekjuafgangur sé of lítill til þess að svara markmiðum hagstjórnar. T.d. hefur verið gagnrýnt að stefna ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum hagvexti á næstu árum sem sumum finnst of bjartsýn forsenda.

Afkomuregla laga um opinber fjármál kveður á um að heildarjöfnuður hins opinbera yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og að árlegur halli á heildarjöfnuði verði aldrei meiri en 2,5% af VLF.

Fjármálaráð benti á síðasta ári á að ríkisstjórnin boðaði áframhaldandi útgjaldaaukningu sem ætti sér ekki hliðstæðu á síðustu áratugum. Jafnvel þó stjórnvöld viðhaldi aðhaldsstigi við þensluaðstæður kallar aukning útgjalda jafnan á frekari tekjuöflun eða niðurskurð á öðrum útgjöldum, eða blöndu af hvoru tveggja. Sé ekkert af þessu gert af hálfu stjórnvalda eru þau, að öðru óbreyttu, í rauninni að velta ábyrgð hagstjórnar meira yfir á Seðlabankann.

Reiknað er með því að heildarafkoma hins opinbera verði jákvæð um minnst 1,4% af VLF á árinu 2018, 1,2% árið 2019 og 1% af VLF árin 2021 og 2022. Þessi þróun er því innan marka afkomureglunnar.

Ríkissjóður leikur að sjálfsögðu stærsta hlutverkið meðal opinberra aðila. Hvað afkomu varðar er gert ráð fyrir 1,2% af VLF sem afgangi í ár. Á árunum 2019–2022 er gert ráð fyrir að heildarafkoman fari smám saman lækkandi og verði 1% árið 2019, 0,9% árið 2020 og 0,8% árin 2021 og 2022.

Það kemur ekki á óvart að heilbrigðismál vegi þungt í auknum útgjöldum ríkisins, enda eru þau meðal stærstu málefnasviða í rekstri ríkissjóðs. Á tímabilinu 2017-2023 er þannig reiknað með að útgjöld til málaflokksins „Lyf og lækningavörur“ aukist um 66%. Af þeim 6 málaflokkum þar sem útgjaldaaukning verður mest eru fjórir nátengdir heilbrigðismálum.

Samanburður á milli tveggja tímapunkta þarf ekki að gefa bestu myndina af áherslum í ríkisfjármálum. Sé litið á heildarútgjöld til málaflokka á öllu tímabilinu fæst nokkuð önnur mynd en hér að ofan. Á tímabilinu 2017-2023 munu mest útgjöld fara til sjúkrahúsaþjónustu, þar á eftir til málefna aldraðra og svo til málefna tengdum örorku og fötluðum.

Hvað opinberar skuldir varðar er notaður annar mælikvarði í heimi fjármálastefnunnar þar sem lífeyrisskuldbindingar og viðskiptaskuldir eru undanskildar skuldum en sjóðir og bankainnstæður koma til frádráttar. Stefnan gerir ráð fyrir að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30% af VLF í lok árs 2020 og að þær verði ekki hærri en 25% af VLF í lok árs 2022. Til þess að ná þessum markmiðum þurfa að koma til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglulegum arðgreiðslum á árunum 2019–2023.

Skuldir ríkissjóðs skipta mestu í heildarmyndinni. Samkvæmt skuldareglu  er reiknað með að heildarskuldir ríkissjóðs verði komnar undir 25% af VLF í árslok 2019 og verði að hámarki 20% af VLF í árslok 2023. Reiknað er með að á árunum 2018–2021 verði hægt að nýta tæplega 120 ma.kr. tekjur vegna félaga í ríkiseigu til að greiða niður skuldir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjármálaáætlun – stöðugur kúrs og reynt að fara bil beggja (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur