Samantekt
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf í byrjun apríl út verðbólgu- og hagvaxtarspá fyrir flest lönd heimsins. Sjóðurinn segir að eftir myndarlegan hagvöxt árið 2017 og á fyrri hluta ársins 2018 hafi alþjóðahagkerfið róast verulega á seinni hluta síðasta árs vegna ýmissa þátta sem höfðu áhrif á stærstu hagkerfi heimsins. Áhrifaþættir voru m.a. tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína, minnkandi væntingar, þrengri fjármálaleg skilyrði og aukin pólitísk og fjármálaleg óvissa í mörgum löndum.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: AGS svartsýnni á hagvaxtarþróun í helstu viðskiptalöndum (PDF)









