Breyt­ing­ar á lög­um um líf­eyr­is­sjóði

14. september 2022

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum s.l. vor. Helstu breytingar lúta að hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5%, lögfestingu á svokallaðri tilgreindri séreign, breytingum á úrræði um fyrstu kaup og skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% af launum í 15,5%

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%. Flestir almennir launþegar hafa til þessa notið hærra iðgjalds (15,5%) samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Breytingin nær því fyrst og fremst til sjálfstæðra atvinnurekenda og annarra sem taka ekki laun samkvæmt kjarasamningum.

Skipting iðgjalds hjá þeim sem greiða skylduiðgjald til Íslenska lífeyrissjóðsins breytist ekki að öðru leyti en því að hækkunin rennur öll til frjálsrar séreignar. Iðgjaldshluti samtryggingar og bundinnar séreignar verður óbreyttur í öllum greiðsluleiðum. 

Tilgreind séreign

Með lagabreytingunni verður Tilgreind séreign lögfest en lífeyrissjóðum hefur á undanförnum árum verið heimilt eru ráðstafa allt að 3,5% af launum til svokallaðar tilgreindrar séreignar. Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum rennur Tilgreind séreign sjálfkrafa í Frjálsa séreign og er því ekki tilgreind sérstaklega á yfirliti.

Skerðingar TR

Eftir lagabreytingarnar verður séreign sem stafar af lágmarksiðgjaldi (nú 15,5% en áður 12%) ekki lengur undanþegin skerðingum almannatrygginga. Frá næstu áramótum mun því öll séreign sem hefur myndast af lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóð skerða greiðslur TR. Breytingin tekur gildi frá og með 1. janúar 2023. Engar skerðingar verða hjá þeim hópi sem eru þegar eru komnir á lífeyri frá TR eða hefja töku lífeyris frá TR fyrir næstu áramót.

Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki

Úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar (eða séreignalífeyrissparnaðar, þar sem hlutur sjóðfélaga er allt að 4% og hlutur launagreiðanda 2%) mun ekki hafa áhrif á greiðslur frá TR.

Séreign inn  á lán

Þeir sem ekki hafa verið eigendur að íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár geta talist fyrstu kaupendur og nýtt úrræði laganna til að greiða skattfrjáls inn á lán. Einstaklingar sem greiða í Tilgreinda séreign (TS) geta eftir lagabreytinguna ráðstafað iðgjaldinu skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lífeyrisparnað er að finna á vef Landsbankans og hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans í síma  410 40 40 eða í netfanginu vl@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
11. jan. 2023

Breyting á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á aukaársfundi sjóðsins þann 10. nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.
1. des. 2022

Breytingar á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum sem taka gildi um áramót

Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:
30. nóv. 2022

Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022

Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 10. nóvember 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
27. okt. 2022

Tillögur til breytinga á samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins

Á aukaársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 10. nóvember n.k. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
19. okt. 2022

Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 10. nóvember 2022

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 17 í Landsbankanum Austurstræti 11.
30. maí 2022

Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 4. maí 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
8. apríl 2022

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 4. maí 2022 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
7. jan. 2022

Íslenski lífeyrissjóðurinn birtir ítarlegar sjálfbærniupplýsingar

Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur nú birt upplýsingar um hvernig sjálfbærnimálum er háttað hjá þeim fyrirtækjum og sjóðum sem lífeyrissjóðurinn fjárfestir í. Einnig birtir sjóðurinn upplýsingar um hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað vegna innlends fjárfestingasafns sjóðsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur lífeyrissjóður birtir svo nákvæmar upplýsingar um sjálfbærnimál vegna fjárfestinga sinna.
15. des. 2021

Breyting á ávöxtunarleiðinni Líf IV hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Fjáfestingarstefna Íslenska lífeyrissjóðsins fyrir árið 2022 var nýverið staðfest af stjórn sjóðsins. Í nýrri stefnu voru gerðar breytingar á ávöxtunaleiðinni Líf IV.
8. júní 2021

Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2021

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 19. maí 2021 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur