Breyt­ing­ar á lög­um um líf­eyr­is­sjóði og tengd­um lög­um sem taka gildi um ára­mót

1. desember 2022

Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:

Skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR)

Frá og með næstu áramótum verður séreign sem stafar af lágmarksiðgjaldi (nú 15,5% en áður 12%) ekki lengur undanþegin skerðingum almannatrygginga. Framvegis mun því öll séreign sem hefur myndast af lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóð skerða greiðslur TR. Breytingin tekur gildi frá og með 1. janúar 2023. Engar skerðingar verða hjá þeim hópi sem eru þegar eru komnir á lífeyri frá TR eða hefja töku lífeyris frá TR fyrir næstu áramót.

Rétt er að taka fram að úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar (eða séreignalífeyrissparnaðar, þar sem hlutur sjóðfélaga er allt að 4% og hlutur launagreiðanda 2%) mun sem fyrr ekki hafa áhrif á greiðslur frá TR.

Lágmarksiðgjald hækkar

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%. Aðilar sem áður greiddu 12% í lífeyrissjóð þurfa að greiða 15,5% frá og með næstu áramótum. Samkvæmt flestum kjarasamningum er framlag launþega 4% en laungreiðanda 11,5%. Breytingin nær því fyrst og fremst til sjálfstæðra atvinnurekenda og annarra sem taka ekki laun samkvæmt kjarasamningum.

Tilgreind séreign lögfest

Frá og með næstu áramótum verður svokölluð Tilgreind séreign lögfest. Á undanförnum árum hefur lífeyrissjóðum verið heimilt eru ráðstafa allt að 3,5% af launum til svokallaðar tilgreindrar séreignar. Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum rennur iðgjald sjóðfélaga sjálfkrafa í Frjálsa séreign og er því ekki tilgreind sérstaklega á yfirliti.

Nánari upplýsingar

Hafi sjóðfélagi Íslenska lífeyrissjóðsins þegar hafið töku lífeyris frá TR þarf hann ekki að bregðast við framangreindum breytingum. Sjóðfélagar sem eru 60 ára eða eldri og eiga frjálsa séreign af skylduiðgjaldi eða bundna séreign eru hvattir til að kynna sér lagabreytingarnar og áhrif þeirra.

Nánari upplýsingar á vef Tryggingastofnunar

Nánari upplýsingar um lífeyrisparnað er að finna á vef Landsbankans og hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans í síma 410 40 40 eða í netfanginu vl@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
19. maí 2023
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
New temp image
28. apríl 2023
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
11. jan. 2023
Breyting á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á aukaársfundi sjóðsins þann 10. nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.
New temp image
30. nóv. 2022
Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 10. nóvember 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
27. okt. 2022
Tillögur til breytinga á samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Á aukaársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 10. nóvember n.k. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
New temp image
19. okt. 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 10. nóvember 2022
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 17 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
14. sept. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum s.l. vor. Helstu breytingar lúta að hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5%, lögfestingu á svokallaðri tilgreindri séreign, breytingum á úrræði um fyrstu kaup og skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.
New temp image
30. maí 2022
Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 4. maí 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
8. apríl 2022
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins - 2022
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 4. maí 2022 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
7. jan. 2022
Íslenski lífeyrissjóðurinn birtir ítarlegar sjálfbærniupplýsingar
Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur nú birt upplýsingar um hvernig sjálfbærnimálum er háttað hjá þeim fyrirtækjum og sjóðum sem lífeyrissjóðurinn fjárfestir í. Einnig birtir sjóðurinn upplýsingar um hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað vegna innlends fjárfestingasafns sjóðsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur lífeyrissjóður birtir svo nákvæmar upplýsingar um sjálfbærnimál vegna fjárfestinga sinna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur