Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Tvö framboð bárust og er því sjálfkjörið í aðalstjórn.
Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 24. maí 2023 eru:
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Snorri Ómarsson
Kynning á frambjóðendum
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, f. 1977
Erla Ósk er framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum. Áður starfaði hún sem forstöðumaður hjá The Reykjavik EDITION og þar áður sem forstöðumaður mannauðs- og menningar hjá Icelandair hótelum. Þá hefur hún verið varamaður í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2015 en hún er jafnframt varamaður í stjórn Íslandsstofu. Erla er með MPA gráðu frá Háskóla Íslands auk B.A. prófs í stjórnmálafræði frá sama skóla. Erla útskrifaðist með alþjóðlegt IATA/UFTA próf frá Ferðamálaskóla Íslands árið 1999. Erla Ósk hefur lokið námi um árangur og ábyrgð stjórnarmanna hjá Háskólanum í Reykjavík. Erla hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá árinu 2012.
Snorri Ómarsson, f. 1971
Snorri er starfandi flugstjóri hjá Icelandair og hefur gegnt störfum þjálfunarflugstjóra með hléum frá árinu 2017. Lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1991, BS prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Starfsmaður Icelandair frá 1998-2007 og aftur frá 2009. Starfsmaður í greiningardeild Landsbanka Íslands hf. frá 2007-2009. Í sparisjóðsnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, vorið 2013. Í Trúnaðarráði FÍA árið 2011-2012. Í Starfsráði FÍA/Icelandair frá 2012-2018. Í samninganefnd FÍA frá árinu 2013-2014 og unnið að sérfræðistörfum fyrir nefndina frá árinu 2016. Varamaður í stjórn Eftirlaunasjóðs atvinnuflugmanna frá 1999-2005. Í Alþjóðanefnd FÍA frá árinu 2017-2018. Formaður Fjármála og greiningardeildar FÍA frá vori 2020. Ráðgjafi vegna þróun rekstrar hjá 2way frá vori 2022. Snorri hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá júní 2011 og verið varaformaður stjórnar frá árinu 2013. Formaður Fjárfestingarráðs sjóðsins frá vori 2020.









