Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um einn aðalmann til þriggja ára og einn aðalmann til tveggja ára. Vegna núverandi kynjasamsetningar stjórnar og reglna um kynjahlutföll verða aðeins konur í kjöri að þessu sinni. Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Tvö framboð bárust og er því sjálfkjörið í aðalstjórn.
Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 21. maí 2024 eru:
- Kristín Hrefna Halldórsdóttir
- Una Eyþórsdóttir
Kynning á frambjóðendum
Kristín Hrefna Halldórsdóttir f. 1984
Kristín er forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Áður var hún framkvæmdastjóri Flow – meditation for modern live og viðskiptastjóri hjá Meniga á árunum 2013-2018. Á árunum 2007-2010 var hún framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þá er Kristín með Master of Business Administration (MBA) nám frá Háskóla Íslands (2014) og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands (2012).
Una Eyþórsdóttir f. 1955
Una var mannauðsstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2011 til 2022. Hún er viðskiptafræðingur MBA frá Háskóla Íslands 2002 og MS í mannauðsstjórnun frá sama skóla 2011. Starfaði hjá Icelandair frá 1975 til 2008 lengst af sem starfsmannastjóri í framkvæmdastjórn, forstöðumaður starfsþróunar og deildarstjóri notendasviðs tölvudeildar. Una stofnaði og rak Ferðaskóla Flugleiða sem var viðurkenndur alþjóðlegur ferðaskóli sem starfaði í 10 ár. Hún hefur starfað við ráðgjöf í mannauðsmálum og við kennslu og setið í kjaranefndum fyrirtækja. Una hefur sótt námskeið um ábyrgð og árangur stjórnarmanna hjá HR. Hún hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2011. Þá hefur hún setið í endurskoðunarnefnd Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2019 og verið varamaður í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2023.