Íslenski lífeyrissjóðurinn

Ís­lenski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn birt­ir ít­ar­leg­ar sjálf­bærniupp­lýs­ing­ar

7. janúar 2022

Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur nú birt upplýsingar um hvernig sjálfbærnimálum er háttað hjá þeim fyrirtækjum og sjóðum sem lífeyrissjóðurinn fjárfestir í. Einnig birtir sjóðurinn upplýsingar um hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað vegna innlends fjárfestingasafns sjóðsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur lífeyrissjóður birtir svo nákvæmar upplýsingar um sjálfbærnimál vegna fjárfestinga sinna.

Ný sjálfbærnistefna

Unnið er að frekari greiningu á erlendu eignasafni sjóðsins en um 30% af safninu er í sjóðum sem hafa hlotið hæstu einkunn út frá alþjóðlegu UFS-mati. Um 18% af erlenda safninu er í sjóðum sem leggja sérstaka áherslu á sjálfbærni í fjárfestingum.

Birting þessara upplýsinga byggir á nýrri sjálfbærnistefnu sjóðsins sem samþykkt var í nóvember 2021. Í stefnunni er lögð áhersla á að sjálfbærni, umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir (UFS-þættir) séu samþættir í greiningar á fjárfestingarkostum. Þá er lögð áhersla á virka upplýsingagjöf um starfsemi og eignasafn sjóðsins, m.a. sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar.

Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins segir: „Við styðjum aðgerðir í loftslagmálum. Tilgangurinn með nýrri stefnu sjóðsins í sjálfbærnimálum er að búa til skilvirka og trúverðuga nálgun á álitaefni sem snúa að sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru lykilþættir í mati okkar á fjárfestingum og við teljum að fyrirtæki sem taka sérstakt tillit til þessara þátta í starfsemi sinni muni njóta ávinnings til lengri tíma litið. Með því að greina og birta þessar upplýsingar getum við, sjóðsfélagar og aðrir fylgst með þróun mála. Þannig erum við í betri stöðu til að koma auga á tækifæri til að veita aðhald og styðja fyrirtæki sem við fjárfestum í við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“

Áherslur Íslenska lífeyrissjóðsins

Stefna Íslenska lífeyrissjóðsins tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sjóðurinn hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna, loftslagsmál, ábyrga neyslu og framleiðslu og nýsköpun. Því verða heimsmarkmið nr. 5 (jafnrétti kynjanna), nr. 9 (nýsköpun og uppbygging), nr. 12 (ábyrg neysla og framleiðsla) og nr. 13 (aðgerðir í loftslagsmálum) í forgrunni við mat og greiningu fjárfestingarkosta.

  • Íslenski lífeyrissjóðurinn styður jafnrétti kynjanna.
  • Íslenski lífeyrissjóðurinn styður nýsköpun í öllum atvinnugreinum.
  • Íslenski lífeyrissjóðurinn styður innleiðingu hringrásarhugsunar í allri neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar.
  • Íslenski lífeyrissjóðurinn styður aðgerðir í loftslagsmálum. Skref í þeirri viðleitni er að meta kolefnisspor eignasafnsins.

 Sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
30. maí 2022

Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 4. maí 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
8. apríl 2022

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 4. maí 2022 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
15. des. 2021

Breyting á ávöxtunarleiðinni Líf IV hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Fjáfestingarstefna Íslenska lífeyrissjóðsins fyrir árið 2022 var nýverið staðfest af stjórn sjóðsins. Í nýrri stefnu voru gerðar breytingar á ávöxtunaleiðinni Líf IV.
New temp image
8. júní 2021

Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2021

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 19. maí 2021 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
18. maí 2021

Opnað á ný fyrir umsóknir um útgreiðslu séreignarsparnaðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarsparnaðar á ný. Almennt er greitt út 20. hvers mánaðar og sækja þarf um í síðasta lagi 15. hvers mánaðar.
New temp image
17. maí 2021

Framboð í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins 2021

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um einn aðalmann til þriggja ára.
New temp image
26. apríl 2021

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 17.00 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.
New temp image
15. jan. 2021

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins var mjög góð á árinu 2020. Árið var óvenjulegt fyrir margra hluta sakir og einkenndist af óvissu og efnahagsáföllum. Þrátt fyrir það komu verðbréfamarkaðir vel út.
New temp image
16. júní 2020

Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2020

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 27. maí 2020 í aðalútibúi Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
22. maí 2020

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur