Nafnávöxtun deilda sjóðsins var á bilinu 7,5 til 15,1%. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar var 10,2%. Meðalatal hreinnar raunávöxtunar samtryggingardeildar sl. fimm ár var 5,9% og 4,7% sl. tíu ár. Hrein raunávöxtun Líf I, sem er stærsta séreignardeild sjóðsins, var 12,1% á árinu 2019. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar í Líf I sl. fimm ár var 5,9% og 5,8% sl. tíu ár.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkar
Hrein eign til greiðslu lífeyris var 99,2 milljarðar króna í lok árs 2019 og hafði vaxið um 18,5 milljarða króna frá fyrra ári en það samsvarar 23,3% vexti á árinu.
Fjölgun sjóðsfélaga
Virkum sjóðsfélögum, þ.e. einstaklingum sem að jafnaði greiða mánaðarleg iðgjöld til sjóðsins, hélt áfram að fjölga og voru þeir 17.144 í árslok 2019 samanborið við 15.524 í árslok 2018. Það samsvarar 10% fjölgun á árinu. Í lok árs 2019 áttu 39.264 sjóðsfélagar réttindi í sjóðnum. Fjöldi virkra lífeyrisþega var 608 talsins ár árinu 2019 samanborið við 531 á árinu 2018.
Iðgjöld
Iðgjöld sjóðfélaga á árinu 2019 námu 10,7 milljörðum króna samanborið við 8,9 milljarða króna á árinu 2018 sem er 19,7% hækkun á milli ára.
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur inn á lán
Lífeyrisgreiðslur á árinu 2019 námu 977 milljónum króna samanborið við 895 milljónir króna árið 2018. Á árinu 2019 greiddu 2.536 sjóðfélagar samtals 1,7 milljarða króna inn á fasteignalán.
Tryggingafræðileg staða
Tryggingafræðileg staða samtryggingardeildar var óbreytt frá fyrra ári en í lok árs 2019 voru heildareignir deildarinnar 1,9% lægri en heildarskuldbindingar.
Sjálfstæður lífeyrissjóður
Íslenski lífeyrissjóðurinn er sjálfstæður lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum um lífeyrissjóði og er undir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru allir fimm stjórnarnmenn kosnir af sjóðsfélögum.
Ársfundur 2020
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 17.00 í aðalútibúi Landsbankans Austurstræti 11.