Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar var 1,1%. Meðalatal hreinnar raunávöxtunar samtryggingardeildar sl. fimm ár var 4,7% og 4,1% sl. tíu ár. Hrein raunávöxtun Líf I, sem er stærsta séreignardeild sjóðsins, var 0,4% á árinu 2018. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar í Líf I sl. fimm ár var 4,6% og 5,3% sl. tíu ár.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkar
Hrein eign til greiðslu lífeyris var 80,4 milljarðar króna í lok árs 2018 og hafði vaxið um 9,7 milljarða króna frá fyrra ári en það samsvarar 13,7% vexti á árinu.
Fjölgun sjóðsfélaga
Virkum sjóðsfélögum, þ.e. einstaklingum sem að jafnaði greiða mánaðarleg iðgjöld til sjóðsins, hélt áfram að fjölga og voru þeir 15.524 í árslok 2018 samanborið við 13.245 í árslok 2017. Það samsvarar 15,2% fjölgun á árinu. Í lok árs 2018 áttu 37.265 sjóðsfélagar réttindi í sjóðnum og hafði þeim fjölgað um 2.464 á árinu. Fjöldi virkra lífeyrisþega var 531 talsins ár árinu 2018 samanborið við 454 á árinu 2017.
Iðgjöld
Iðgjöld sjóðfélaga á árinu 2018 námu 8,9 milljörðum króna samanborið við 7,4 milljarða króna á árinu 2017 sem er 20,3% hækkun á milli ára.
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur inn á lán
Lífeyrisgreiðslur á árinu 2018 námu 911 milljónum króna samanborið við 776 milljónir króna árið 2017. Á árinu 2018 greiddu 2.279 sjóðfélagar samtals 1,4 milljarða króna inn á fasteignalán.
Tryggingafræðileg staða
Tryggingafræðileg staða samtryggingardeildar versnaði frá fyrra ári en í lok árs 2018 voru heildareignir deildarinnar 1,9% lægri en heildarskuldbindingar.
Sjálfstæður lífeyrissjóður
Íslenski lífeyrissjóðurinn er sjálfstæður lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum um lífeyrissjóði og er undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Á síðasta ári var samþykktum sjóðsins breytt á þann veg að frá og með næsta ársfundi eru allir fimm stjórnarnmenn kosnir af sjóðsfélögum.
Ársfundur 2019
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn föstudaginn 3. maí kl. 17.00 í aðalútibúi Landsbankans Austurstræti 11.